Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 16
78 SYRPA svaraÖi hún og þrýsti hendi hans innilega. ,,Þíi ferö þú ekki heldur eitt fet Sigga!“ hrópaði hann í dauðank angist og greip í hana, um leið og hún ætlaði frá honum. ,, Flýttu þér að smala saman ánum Sigga, ef þú vilt komast til mess- unnar“, kallaði faðir hans hárri röddu neðan af enginu og við það vaknaði hann. Það sló köldum svita um hann allan. Hann var bæði æstur og kvíðafullur. Annan eins draum hafði hann aldrei fyrr á æfinni dreynit. Hann tók reyndar ekki mikið mark á draumum vanalega, en þessi var svo ólíkur öllum öðr- um. Svo skelfilegur og kveljandi. Hann var viss um að hann gæti al- drei gleymt honum. Meðan hann var að klæða sig í sparifötin stóð hann fyrir hugskotsaugum hans, skýr og ógnandi, og veitti honum engan frið. Klukkan var nærri því 9. Þor- steinn gelck fram í búrið til móður sinnar og spurði hvort Sigga væri komin heim. Hún sagði að Trygg- ur hafði komið inn í búr fyrir góðri stundu, en svo hafði hún kallað á hann. Meira vissi hún ekki og gekk Þorsteinn svo út. Svo lítill andvari blés á norðan og var að byrja að greiða sundur þokuna. Bóndi stóð hjá einutn vinnumanna sinna á hlaðinu, þungur á svip. ,,Farðu Jón og sæktu fyrir mig hestana, svo þeir verði til þegar við þurfum á þeim að halda“, heyrði Þorsteinn föður sinn segja. ,,Með hverja á eg að koma?“ spurði vinnumaður. ,, Þ ér ér bezt að koma með Grána o? Jörp og Skjóna“,svaraði bóndi, en húskarlinn hélt af stað. ,,Förum við ekki fjögur til mess- unnar?" spurði Þorsteinn. ,,Nei, við förum bara þrjú. Þú og eg og mamma þín“. ,,Því fer Sigga ekki? Er hún ekki búinn að smala?“ spurði Þor- steinn og var órótt innan brjóst. ,,Nei, það vantaði nú hjá henni 14, svo hún varð að fara aftur af stað. Hún fer ekki til kirkjunnar í þetta skifti“. ,,En það var þó búið að lofa henni því, og eg held að búið hefði staðist þó þessar 14 hefðu vantað rétt eitt mál“, svaraði Þorsteinn, og var bæði sár og gramur. ,,Já þarna kemur það! Svo þú ætlar að verða eins. Alveg skeyt- ingarlaus með alt. En eg ræð hérna fyrst um sinn, drengur minn. Það máttu reiða þig á. Eg rak hana af stað aftur, af því það vantaði hjá henni og sagði henni að koma ekki fyrri heim, en hún fyndi þær allar. ,,Þú ert vondur pabbi!“ hrópaði Þorsteinn og var bitur ásökun og djúpur harmur í rómnum. Draum- urinn lagðist yfir hann eins og mar- tröð, sem kvaldi hann og píndi. Og svo bættist þar við umhugsunin um hörku föður hans við Sigríði, sem hann gat vel giskað á hvernig nú mundi líða, og svo kjarkleysi hans sjálfs, sem var ráða- og viljalaust verkfæri í höndum annara. Þorði aldrei með illu eða góðu að rísa á fætur og bjóða föður sínum byrg- inn. Láta hann ekki ganga á rétt- indum sínum og stúlkunnar, sem hann elskaði. Alt þetta reis upp í sálu hans með undurafli þeirra geðs- hræringa sefn gevsuðu eins og felli- bylur yfir góðlyndisakur hugsana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.