Syrpa - 01.12.1911, Síða 17

Syrpa - 01.12.1911, Síða 17
ILLAGIL 79 hans. Aldrei fyr haföi hann sagt neitt svipað þessu viö föður sinn. Hann haföi máske stundum hugsað svipað þessu, en æfinlega þagað. En nú varö hann að tala. Hann var næstum hissa á sjálfum sér, en kvíðinn og gremjan kvöldu hann og þrengdu honum til að segja sann- færingu sína í þetta skifti. Hann mundi vel eftir svipnum áföðursín- um í gærdag, og hann þóttist viss um aö þetta kæmi illu á stað, en hann var knúður áfrain af áður ó- þektu valdi til þess að segja það alt •og dylja einskis, hvað sem það kostaði. Föður hans varð orðfall fyrst í stað. Svo gekk hann fast upp að Þorsteini, hvesti á hann augun og mælti í þrumandi málrómi: ,,Eg vondur! Segir þú það! Þú? Geri eg ekki æfinlega rétt? A! Svaraðu mér Steini!“ ,,Nei, þú- gerir það ekki pabbi. Langt frá því. Þú ert óréttlátur — reglulega illur við Siggu. Þú getur séð það sjálfur.— Mig dreymdi í nótt svo óttalegan draum,og hann er óhamingjuspú fyrir okkur og verður okkur öllum fyrir illu“. Þor- steinn sagði þetta eins stillilega og hann gat, og horíði fast og alvar- lega framan i föður sinn. ,,Hvað kemur þér Sigga við, og hvað heldurðu að mig varði um vit- laust drautnarugl úr þér, ha, ha! Hugsarðu þér að leika á migdreng- ur minn. Eða ertu að ganga af vitinu? — Nei, Steini minn! Það bíður nú og lætur sig að þú farir með mig í gönur“. ,,Mér kemur Sigga eins mikið við og þér pabbi, og miklu meira. Mér er sama þó þú vitir það, ef þú ■veist það ekki. — Sama hvað þú segir. Mér þykir vænt um hana. — Já, þú getur stappað niður fæt- inum og krept hnefann, en mér er sama um það líka. Okkur þykir vænt hvort um annað. Þú getur ekki sagt að það sé Ijótt. Þú get- ur bara verið vondur og óréttlátur, eins og þú hefir oft verið og það seinast í morgun, þegar þú hraktir Siggu litlu aftur af stað, en þér hefnist fyrir það,—það bitnar á þér. Draumurinn minn hefir þýðingu, því miður. Blóðið lendir á þér. Kuldinn og ílskan kveða óhamingju dóm yfir þér“. ,,Ertu sjóðandi vitlaus Steini? — Band vitlaus! — Vænt hvort um annað! — Asnaskapur! .— Blóð yfir mig! — Dr'aumarugl og vitleysa.— Þú ert búinn að missa ráðið!“ ,,Nei, ekki enn þá, pabbi! Og eg veit því þú varst í illu skapi í gær- kveldi, og hversvegna þú rakst Siggu af stað aftur í morgun. Það var bara af því að þú sást okkur kyssast í gær, þegar við vorum að snúa heyinu. En því máttum við það ekki? Hver getur bannað okk- ur það?“ ,,Það get eg! Og þegiðu strák- skömm! Steinþegiðu! Þú ert orðinn brjálaður! Snáfaðu inn og láttu mig aldrei heyra þessa bölvaða vitleysu til þín framar. —■ Ekki nema það þó, að vera orðinn svona vitlaus upp úr þurru! Minna má nú gagn gera!“ ,,Þú veist betur en þú talar,pabbi. En svo lengi sem við verðum sam- an og meðan þú bætir ekki kjör Siggu, skaltu fá að heyra þessa vit- leysu, sem þú kallar. Og eg skal líka láta þig heyra drauminn. — Þú verður að heyra hann“. — Og með þessnm orðum,skýrði Þorsteinn föð-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.