Syrpa - 01.12.1911, Page 21

Syrpa - 01.12.1911, Page 21
ILLAGIL 83 inda í liöfði, þreytu og- magnleysis, og gat livorki hugsatS né talaö. En stnámsaman fór hann að muna eftir sér. Fyrst voru þaö óljósar myndir sem runnu fram í huga hans. En þær skýrðust brátt, unz viöburður- inn voðalegi, þá um daginn, stóð fyrir hugskotsjónum hans ljóslifandi. í einhverju ofboði reis hann til liálfs upp í rúminu ogliljóðaði: ,,Sigga! Sigga!‘‘ en svo hné hann út af aftur og hjúfraði sig ofan í svæfilinn. Móðir hatis laut að honum og hvíslaði blíðlega: ,,Gráttu ekki elsku barnið mitt! Þá kanske færðu óráðið aftur. —Við skulum vona að Sigga okkar lifi“. ,,Því segirðu þetta,mamma! Hún sem hrapaði í dafj. —Ó, eg vildi aö eg gæti dáið!“ ,,Hún er ekki dáin. Hún hrapaði ekki alla leið fram af hömrunum, guði sé lof! ÞaÖ eu búið að koma henni heim, en hún hefir ekki fengið rænuna enn þá, en við skulum vona hins bezt.a og biðja guð að hjálpa okkur. Og þú mátt ekki hugsa um aö deyja, heldur reyna aö láta þér batna sem fyrst, hjartað mitt! Og farðu nú og reyndu aö sofna. Þú mátt ekki tala meir í kvöld. — Góö- ar nætur!“ Morgunin eftir var Þorsteinn mik- ið betri, og hafði sofið vel urn nótt- ina. Sagði þá mamma hans hon- um í sem fæstum orðum um það, sent hún vissi að gerst hafði eftir að hann misti meðvitundina. Þegar Þorsteinn féll í ómegin, hafði enginntekiö eftir því í nokkur augnablik, því allra augu voru fest á Illagili, þar sem Sigríði varð fóta- skortur. Allir biðu með skelfingu eftir því að sjá hana kastast frarn af hömrunum, en þá stansaði hún alt í einu. Hraðinn á henni haföi mönn- um eigi sýnst svo mikilþað hún tæki rnikil loftköst. Heldur hafði hún meira runnið eða oltið niður lausa- grjótið. Hún hafði dottið í miðju gilinu, en eigi verið neitt komin upp í gilbarminn hinumegin.Sökum þess hafði hraðinn orðið mikið minni en annars. Vegna fjarlægðarinnar sást alt mjög óglögt, en fiestum sýndist þeir sjá Trygg, sem hljóp jafnhliða henni ofan í gilið, stökkvafram fyrir hana, þegar lausagrjótið skreið und- an fótum hennar. Meira var ekki liægt að sjá neðan af veginum. En fiestir töldu Sigríði frá. Og þó svo ekki væri, þá svo mikið meidda að henni myndi ekki lífsvon. Enda mjög hæpið aðhægtyrði að náhenni burtu, þar sem hvorki var hægt að komast upp eða niður gilið. En ef hún hreyfði sig h’lyti hún að hrapa óðara, þótt menn annars ekki gætu skilið á hverju hún hefði getað fest sig. Einu líkurnar til að ná henni dauðri eða lifandi, voru þær, að hægt yrði að síga niður til hennar, og koma henni upp úr gilinu á þann hátt. Hið fyrsta, sem menn gerðu, eftir að hafa séð Sigríði hrapa, var að stumra yfir Þorsteini, sem lá serp dauður væri. Ekki mæltiSigurðurorð frá munni. Hann stóð fölur sem nár í sömu sporum, meðan verið var að hagræða Þorsteini, og einblíndi upp í Illagil, og leit út fyrir að hann tæki út ó- segjanlegar kvalir. En svo alt í einu var sem hann vaknaðiaf svefni. Hann fór að skipa fyrir verkum sem óður væri, og bauð hverogeinn í hópnum,—sem varorðinn all-stór, því fieira af messufólki framan úr dalnum hafði bæzt við—alla þá lið-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.