Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 30
92 SYRPA mikla landflæmis. Var nú ekki um annað að gera,en aö fá spildu kevpta af þeim. Sá var liængur á, að fé- laginu var lítið um bygðir gefið á lendum sínum. Voru nú góð ráð dýr. Snemma á árinu 1811 hafði lávarðurinn keypt nóga liluti í félag- inu, til að stjórna gjörðum þess. Seldi nú félagið Selkirk 116,000 fer mílur lands. Var miðbik flæmis þess ekki allfjarri þeim stöðvum, er Assinbonine áin fellur í Rauð&na. Var ákveðið að þar skyldi nýlendu stofna. Landspilda þessi var nefnd Assiniboia, eða fullu nafni Assini- boia-héraðið á lendum Hudsonsfióa félagsins Repertslandi. Þetta má kalla fyrsta þáttinn í landnámssögu Manitoba,því enginn hafði að þessu tekið land til ábúðar í Rupertslandi. Nú lá næst fyrir að fá bændur til að flytja á landið. Ágætis kjör voru boðin. Land við örlítilli leigu, eða til algjörðrar eignar fyr.r gjafverð. Landlausum möntium og eignalitl- um var boðið að nota sér tilboð þetta. Oreiga er fýsti farar, átti að fiytja endurgjaldslaust, en far- gjöld lág urðu þeir að borga er fé áttu. Ekki buðust margir til farar. Landið var óþekt, og stjórn Breta óhlynt útfiutningi. Þar við bættist að stuðningsmenn Norðvesturfé- lagsins, er á Skotlandi bjuggu, með Sir Alex. Mackenzie í broddi fylk- ingar,létu prenta og útbreiða í tíma- ritum, blöðum og bæklingum niðr- andi lýsingar á landinu og sendu út um bygðir, þar sem líklegast var til mannfanga fyrir Selkirk jarl. Ekki lét hann þetta á sig fá, og störfuðu umboðsmenn hans á Skotlandi og írlandi eftir sem áður. Maður sá kemur nú við sögu, er Miles Macdonell hét. Hann hafi5i verið deildarstjóri í liði Breta, er frelsisstríð Bandaríkjanna stóð yfir en síðan flutt til Kanada, með öðr- uni drottinhollum Bretum. Þennan mann fékk Selkirk til að taka að sér umsjón með fyrsta vesturfara hópn- um. H udsonsfióafélagið lagði til skip til fararinnar. Var það dallur gamall, lítt fær til sjóferðar. Tvö önnur skip sendi félagið til fióans það sumar, og létu öll í haf um líkt leyti. Óhagstæð veður og aðrir örðug- leikartöfðu skipin. Andsta'ðingar jarlsins hömluðu ferðum, sem frek- ast þeim var unt, og kvöttu þá, er til fararinnar voru ráðnir, til samn- ingsrofa; fækkaði því fiokknum mik- ið. Þann 26. júlí 1811 létu skipin loks í haf frá Stornoway í Orkneyj- um. Edward and Anne hét skip það er fiestir menn Selkirks lávarðar silgdu á. Um 100 menn, er á veg- um hans voru, voru í förinni; marg- ir þeirra ætluöu til Rauðárdalsins, en nokkrir voru ráðnir í þjónustu Hudsonsflóafél., því svo var um samið að Selkirk skyldi leggja fé- laginu til vinnumenn. Ekki fara miklar sögur af sjóferð- inni, en ekki voru vesturfarar á- nægðir og átti Miles Macdonell ekki sjö dagana sæla. Af ýmsum sveit- um á írlatidi og Skotlandi komu menn þessir. Talaði meiri hluti þeirra ekki ensku, heldur mál Há- lendinga. Nokkrir voru kaþólskrar trúar, en fleiri tilheyrðu skozku kirkjunni. Voru þeir all-óánægðir því enginn klerkur var sendur utan með þeim eins og þó hafði verið lofað. Sjóferðin var löng og farið lélegt, og komst hópurinn ekki til York
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.