Syrpa - 01.12.1911, Page 44

Syrpa - 01.12.1911, Page 44
106 SYRPA báðir lagt hug á sömu stúlkuna og' og morðinginn drepið bróður henn- ar af afbrýðissemi. Grant hershöfðingi hlýddi á sög- una með mikilli athygli. Hann hafði lítið lagt til samtalsins til þessa, af því að i hvert skifti sem honum fór orð af munni hversu hversdagslegs efnis sem var, þá sló öllum í þögn til að nema orð hans. En nú tók hann til máls, er frúin lauk sögu sinni, og sagði: Eg hefi góða og gilda ástæðu til að trúa á þessa ófreskisgáfu, eða skygni eða hvað sem það er nú kall- að. Eftir að eg gekk úr herþjón- ustunni, settist eg að á jörð nálægt St. Louis,og meðan eg bjó þar, var það einn dag, að eg ók til þæjarins með viðarhlass af jörðinni. Bú- skapurinn gekk ekki vel og eg var heldur í öngum mínum út af því. A heimleiðinni sá eg spjald út í glugga; ,,Forlög eru sögð fyrir hér“. Eg steig út úr vagninum, gekk inn og fann blákonu, tíræða að aldri tilsýndar. Hún bauðst til að segja mérörlögmín fyrir fyrir 50c. Mér Ieizt það víst mundu vera góð kaup og við keyptum því. Hún skoðaði vandlega hönd mína stokkaði slitna og skitna spilaræfia og starði síðan angurvær álengdar eins og í draumi. Það var eins og hún væri að reyna að rýna inn í framtíðína; og því næst sagði hún mér hvað lægi fyrir mér. Hún lýsti náið viðburðunum sem fram við mig ættu að koma,og sem mér þótti þá harla ólíklegir til þess, en sannast að segja, hefir alt gengið nákvæmiega eftir, eins oghún sagði fyrir, alt til þessa tíma. Við vissum öll, hvað gengið hafði á í millibilinu. Nokkrum árum eft- ir spá kerliugarinnar hófst borgara- stríðið. Grant dró saman sjálfboða sveit, gerðist foringi fyrir henni og gekk með hana inn í sjáifboðaliðið. Hann hlaut síðan eitt enibættið á fætur öðru hvort öðru tignara og var loks skipaður æðstur foringi yfir allan her Bandamanna og réð fyrir hérum bil tveimur milljónum manna. Hann barðist sextíu og þrjár orust- ur og hafði sigur í öllum. Sigur- sæld hans barg Bandaríkjunum, við Appomattox gafst Suðuriíkja her- inn upp fyrir honum og þaðan var hann nýkominn. Það varð steinshljóð í salnum þegar hann lauk máli sínu. ,,Sagði hún nokkuð lengra fram, herra foringi“, spurði Morgan ráð- herra svo upp úr þögninni. Grant svaraði einungis: >,Já“. Enginn gerði sig svo djarfan, a spyrja frekar, en Grant varð síðar tvívegis forseti Bandríkjanna. Vissi hann það þá? Samþel. (Sögn Roberís M. Thomþsoti,oííursia) Fyrir nokkrum árum kom ein- kennilegt atvik fyrir í Washington, sem eg varð vitni að. í þann tíma höfðu menn ekki niikla trú á,að þess kyns fyrirbrigði væru til. Menn héldu þau þá tóman hugarburð; en nú hafa menn skift um gkoðun á því, og atviki því er nú vel hægt að gera sér grein fyrir eftir nýjustu vísindaleguni rannsóknum, þannig, að það hafi ekki verið annað en vanalegt samþel (telepaþia). Eg var þá gestkomandi hjá bróð- ur mínum og gekk snemma til sængur.því þau hjónin, bróðir minn og kona hans, fóru í boð til Sher- manns ráðherra. Eg svaf væran um nóttina og vissi ekkert af því sem gekk á um miðnæturskeið út af því, að mágkonu minni varð snögglega ílt. Morgninum eftir gekk eg til borð- stofu og var bróðir minn þar fyrir. Eg sá að hann var í illu skapi út af einhverju. Hann hélt á uppbrotnu símskeyti í hendinni og rétti það að mér til að lesa. ,,Vertu þolinmóð, Ella. Eg kem bráðum; fer af stað með fyrstu ferð til Washington. Undirskrifað: Mamma". ,,Mér misllkar, að þú skulir hafa

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.