Syrpa - 01.12.1911, Page 51

Syrpa - 01.12.1911, Page 51
KONRÁÐ OG STORKURINN 113 vitni sína, leysti hún þaö með mestu aðgætni og það er létt aö ímynda sér g-leði hennar, er hún sá að það var frá syninum lðngu horfna. Hún hljóp aðvörmu spori tilþorps prests- ins, að segja honum þessi gleðitíð- indi. Sagan barst þegar um alt þorpið. Allir voru á sama máli. Það varð að senda einhvern til að leysa Konráð úr ánauð. Naista sunnudag fóru þorpsbúar með spari- fé sitc til kirkjunnar og hverogeinn gaf eins mikið og hann gat,til lausn- argjalds sonar ekkjunnar. Síðan var maður sendur á fund konungs- ins, til að leggja málið fyrir hann og fá herskip til fararinnar, sem sjóræningjar ekki þyrðu að veita árás. Það þurfti langan tíma á þessum dögum til að ferðast til Afríku og kaupa Konráð þar úr þrældómi. En áður en storkurinn flaug til suðurs, hringdu kirkjuklukkurnar og fólkið í þorpinu heilsaðist með gleðibrag, því sonur ekkjunnar var leystur úr ánauð og var aftur lieill og óhultur í smáhýsi móður sinnar. _ ORUSTAN VIÐ WATERLOO. Eftir GKÍM THOMSEN. . (tír Tímariti liins fsl. bókmentafél.) Það g'efur að skilja, að það er mismun- andi blær á iýsingunum á þessum bardaga, eftir því hvaðan þær stafa, hvort höfund- arnir eru Frakknr, enskir, þýzkir eða Hollendingar. Eg hefi lesið alt, sem eg hef komizt yfir,um orusluna, sögu Napóle- ons og Soults, bréf Wellingtons, frásagnir Þjóðverja og Hollendinga, og ýmsar lýs- ingar eftir sagnaskrifara allra þessara þjóða, svo sem Thiers, Vietor Hugo, Stendhal, og margar enskar eftir hina og þessa, og loks eina ágæta hollenzka eftir van Lennep. Hefi eg fyrst og fremst tek- ið það, sem öllum ber saman um, og þá það, sér í lagi eftir van Lennep og Strendhal (hinn síðari var sjónarvottur), sem mér virðast sterkastar líkur fyrir að satt sé og hlutdrægnislaust. Sjálfur fór eg fyrir alt að 40 árum síðan um vígvöll- inn, og hefi komið bæði að Waterloo.Mont St. Jean, Belle Alliance, Papelotte, Plan- chenoit, og fleiri stöðum þar í nánd. Rétt fyrir sunnan borgina Brussel er hinn svo nefndi Soigríes-skóg'ur og suður af honum att.ur þorpið Waterloo, þar sem hertoginn af Wellington nam staðar eftir bardag- ann við Quatre Bras þann 16.— 17. júní 1815, og haföi höfuðaðsetur sitt þann 17.—18. sania mánaðar. Frá Waterloo hækkar landíð smámsam- an jafnt, svo sem hálfrar stundar (mílu) vegar upp að hæðinni Mont St. Jean, sem varla má heita það sem vér köllum háls, því síður fjall, þó það liggi í nafninu; mundum vér helzt kalla það langabrekku. Miðja vrga milli Wtiterloo og Mont St. Jean liggur hliðvegur til Nivelles úr höfuðpóstveginum frá Charleroi til Brussel. Vestanhalt og sjávar megin við Mont St. Jean liggur þorpið Braine-la-leud, að au'stan- verðu þorpið Ohain,hæðin Smohain- bændagarðarnir la Haye og Pape- lotte, og kastalinn Frischemont. Súður af Mont St. Jean eru akrar, vellir og' engadrög, með mörgum skurðutn, snrærri og stærri vegum og stígum (að austanverðu þar á meðal djúpum holvegi frá Planchen- oit til Papelotte), og liggur höfuð- póstvegurinn frá Charleroi til Bruss- el, tvísettur eikaröðum og með djúp- um skurðum beggja vegna, því nær beint utn þvera akra og engi frá Mont St. Jean og suður að gest- gjafagarðinum Belle Alliance, þar sem Napóleon nam staðar 17. júní um kvöldið. Að austanverðu við Belle Alliance liggur þorpið Planche- noit, og liggur þaðan, eins og fyr segir, djúpur holvegur n.orður að Papelotte. Enn eru tvö örnefni, sem kotna við þessa sögu: 1.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.