Syrpa - 01.12.1911, Síða 54

Syrpa - 01.12.1911, Síða 54
116 SYRPA að skógarröndinni fyrir norðan Hou- goumont. Samtíða áhlaupunum á Hougou- mont lét Napóleon fyrst 74 fallbyss- ur í heila klukkustund hvíldariaust skjóta á fylkingarbrjóst og vinstra fylkingararm Wellingtons, og er hann hugði,að Englendingar mundu vera farnir að mýkjast, lét hann d’Erlon leggja á stað gegn Haye sainte og Papelotte, og var fyrsta áhlaup Frakka á llaye sainte svo snarpt, að hvorirtveggja hopuðu undan, Englendingar og Hollend- íngar (Bylandt). Lét Picton, for- ingi vinstra fylkingararms Englend- inga, þá fyrst dynja skothríð, og lagði síðan til lniggorustu við d’Er- lon, og stöðvuðust Frakkar um stund, þangað til Picton féll. Hepn- aðist d’Erlon nú að hrekja þá, sem vörðu Haye sainte (Baring með Hannóverjum) inn í húsin. Þettasér Uxbridge lávarður, yfirforingi ridd- araliðs Breta; sendir hann þegar dragúna Somersets og hina ,,skozku gráu“ (hestarnir voru allir gráir á lit) undir Ponsonby gegn d’Erlon og hinum b rynjuðu riddurum hans; hopuðu Frakkar nú á hæl, hröktust ofan í holveginn frá Ohain til Planchenoit, mistu þar fjölda manns og jafnvel tvo fána (erni), en af Englendingum féll Ponsonby og Uxbridge varð óvígur. Hörfuðu þá hvorirtveggju aftur til þess að jafna sig. Þetta var aflíðandi mið- munda, og var þá ekkert annað á- unnið af Frakka hálfu, en að Well- ington hafði dregið meginher sinn lítið eitt aftur af hæðinni Mont St. Jean, til þess að hlífa sér við skot- hríð Frakka, svo að fylking Breta, að sögn sjónarvotts(Stendhals)langt tíl að sjá var líkust rauðum garði —herbúningur Enskra er setn sé rauður á lit—en ekki svipuð fylk- ingu fullhárra manna. Stóð orustan þá svo, að hertoginn af Saxen- Weimar, sem var austastur í vinstra fylkingararmi Wellingtons, hélt sér örugt 1 Papelotte og ensku lífverð- irnir vörðu Hougoumont nteð sömu hreysti og staðfestu og fyr, en varn- arliðið um Haye sainte var aukið af hálfu Breta. a þessu gekk þ^ngað til J stundu eftir nón. Þá bauð Napóleon að taka Haye sainte,hvað sem það kostaði; og var þá Baring og Hannóverjar loksmeð ógurlegu mannfalliaf hvorumtveggj- um ofurliði bornir óg rústirnar af Haye sainteí höndum Frakka. Jafn- framt lét keisarinn Ney marskálk með brynjuðum riddurum og lítvarð- arriddurum gjöraáhlaup á fallbyssu- röðina frammi fyrir fylkingarbrjósti Englendinga, sem og á sjalft fylk- ingar-miðbikið. En Bretar tóku á móti í tvísettum og þrísettum skjald- borgum (teningsmyndaðir herflokk- ar—carré). Ellefu áhlaup gerði Ney með svo miklum sparnaði á fólki, að Napóleon,eftir sögusögn Thiers, sagði við Soult,er þá í stað Berthiers gekk iceisaranum til handa meðalla ráðstöfun á bardaganum: ,,bann ' (Ney) lætur of snemma skríða til skara“. Bretar stóðu sem stein- veggir; ekkert heróp heyrðist, og ekkert var talað nema: ,,Þokum oss saman", þegar menn féllu úr röðinni, og þó Ney bæði kæmist aft- ur fyrir fallbyssuröð Wellingtons — milli meginhers Breta og fall- byssuraðanna — og þó skjaldborg- irnar minkuðu að mun ummáls við mannfallið, þá stóðu þær í sömu sporurn, og segir Sendhal svo frá, að reykjarmekkirnir stóðu ávalt í sama stað, yfir og umhverfisskjald- borgir Breta, en riddararaðirnar frakknesku ýmist hleyptu að í riðl- um eða hrukku frá, eins og þegar knetti er varpað frant ogaftur. Ekki fékk Ney heldur náð fallbyssum Wellingtons og flutt þær með sér, því aktygi og akhesta höfðu skot- menn tekið með sér inn í skjald- borgirnar. og án þeirra var ómögu- legt að hreyfa hinar þungu fallbyss- ur. En í hvert skifti sem Frakkar hurfu frá, til þess að taka hvíld, eða sækja sér liðveizlu, sneri skotlið Breta aftur að fallbyssunum og sendi riddurum Frakka banvænar send-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.