Syrpa - 01.12.1911, Side 63

Syrpa - 01.12.1911, Side 63
SORGARLEIKUR í KÓNGSHÖLLUM 125 voru heim kallaðir, til að megfa sín móti Juarez. Hann var í þann veg aö undirrita afsal sitt til ríkisins, er skrifstofu- dyrum hans var hrundiíS upp og drottningin kom inn meðfasi miklu. ,,Þú máttekki skrifaundirþetta11, hrópaði hún. ,,Hver mundi fremja slíka fjarstæöu, aö kasta frá sér keisaradæmi og snúa til Evrópu smáð óg lítilsvirt. Við veröum að verja hásæti okkar. Við getum það, treystu mér. Eg fer sjálf til Evrópu. Eg- geng fyrir Napoleon. Eg skal minna hann á drengskaparloforð hans, aö láta her sinn dvelja í Mexi- co sex ára bil. Eg skal heimta að liann haldi orö sín. Eg skal ganga fyrir alla stjórnendur í Evrópu. Eg skal biðja páfann um hjálp“. Keisarinn lét tilleiðast. Sú til hliðrunarsemi kostaði hann lífiö. Dag einn í næsta mánuði’kom Carlotta til St. Cloud hallarinnar, þar sem Napoleon sat með hirð sinni. Sat hún lengi á eintali við keisarann. Utskýrði vandræði manns síns og heimtaði með frekju aö Napoleon héldi orö sín. Þaö þýddi lítið fyrir keisarann, að sýna fram á hve óviturlegar kröfur henn ar væru. Hún lét sér ekki segjast. Iikkert annað vildi hún heyra en uppfylling loforða. Um síöir, er hún sá að orð hennar báru engan á- rangur, reis hún á fætur, færöi sig fjær keisara, líktist mál hennar meir angistarópi en menskum prðum er hún hrópaði: ,,Þetta er mesta niöurlæging mín að eg dóttur-dóttir Louis Philippe skuli hafa gert svo lítið úr mér, að fara bónbjarga til æfintýramanns“. Samstundis leið yfir hana og féll hún í arma Napoleons. Eftir þessi sáru vonbrigði flýtti drottning sér til Rómaborgar, að leita verndar hjá páfanum. Hirð páfans, varð ekki lítið um einti morgun, er hún kom og krafðist þess að ganga til herbergja páfans og hafa tal af honum. Pius IX. varð mikið um, er hann sá keisarafrúna, því rnikil breyting hafði orðið á henni. Angur og von- brigði höfðu skilið eftir ótvíræð merki á andliti hennar. Fegurð hennar var horfin og andlitið hrukk- ótt og þreytulegt, og augnaráð hennar hvast og flóttalegt, virtist páfa lýsa vitskerðing. Ótti hans var á ofgóðum rökum bygður. Á- hvggjurnar höfðu orðið Carlottu of þungbærar. Kona sú er leitaði við- tals við höfuð rómversk-kaþósku kirkjunnar þann dag, var vitstola. Með stakri þolinmæði hlustaði púfinn á tal hennar; leitaðist við að stilla hana og sýna fram á, að ver- aldlegt vald lians væri af of skorn- um skamti til að gerahonum mögu- legt að skifta sér af stjórnmálum Frakka. Hún varð þess ákafari. Dagurinn leið og kvöldið kom og enn aftók hún aðyfirgefa Vatikanið. Ilirð páfans leist ekki á blikuna, að kvennmaður skyldi dvelja náttlangt innan veggja hallarinnar, en svo varð þó 'að vera og hefir það ekki borið við fyr eða síðar. Carlotta kom litlu seinna til baka til Miramar, var þá augljóst að brjálsemi hennar*var orðin ólækn- andi. Er öll von var úti, var hún flutt til Leaken kastalans. Þar býr hún þann dag í dag. í stað þess að tapakjark við frétt- irnac um veikindi konu sinnar virt- ist Maximilian aukast þrek. Fyrst hugsaði hatin sér að flvta för sinni heirn. Þá mundi hann eftir loforði sínu, að verja hásætið gegn öllum hættum. Hann mintist einnig þeirra drottinhollu Mexico-manna er með honum börðust. Ef hann yfirgæfi þá nú, yröi það bani þeirra. Hans bani aö öllum líkindum að vera kyr. En dréngskapur hans var í veði. Hann varð að fylgja vinum sínum og deyja við hermanns frægð ef dauðinn beið hans. Um átta þúsundir manna fylktu sér um fána hans. Hertuenn er bar- ist höfðu í borgarastríði Bandaríkj- anna komu á mála til hans. Nokkr-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.