Syrpa - 01.01.1914, Síða 7
JARÐSTJARNAN MARS.
Eftir JÓHANN G. JÓHANNSSON. B. A.
Ein. af villikenningum þeim sem
munkurinn Giordano Bruno var
líflátinn fyrir áriö 1600 var,aö sögn,
sú aö líf væri til á öörum hnöttum
en jöröinni. Þessi spurning : ,,Er
líf á öðrum hnöttum ?“ hefir vakaö
fyrir mönnnm í fleiri aldir, það eru
ekki aðeins stjörnufræðingarnir sem
reynt hafa að svara henni. Heirn-
spekingar og guðfræðingar liafa
einniglagttilsinnskerf. Meðalþeirra
sem mest hafa ritað um þettaspurs-
mál eru Kant,Swedenborg,Brewster
Whewell og Alfred Russell Wallace.
Enginn þessara lagði þó nokkra
sérstaka rækt við stjörnufræði.
Auðmaðurinn James Licklét byggja
stjörnuturninn sem ber nafn hans í
þeirri von, eftir því sem sagan seg-
ir, að með stærri og betri sjónauk-
um en áður hefðu verið tilbúnir,feng-
ist máske svar upp á spurninguna.
I.
Spurningunni verður ekki svarað
með því að athuga fastastjörnurnar,
þær eru í svo mikilli fjarlægð. Fjar-
lægð Neptúns—yztu plánetunnar—
frá sólu er um 2,791,600,000 mílur.
Ef strik sem er eitt fet á lengd er
látið tákna þessa vegalengd verður
það strik, sem eftir sama hlutfalli
er látið sýna fjarlægð þeirrar fasta-
stjörnu sem næst er, að vera um
tvær mílur á lengd ! Þó yztu jarð-
stjörnurnar séu nálægarísamanburði
við þetta eru þær samt svo langt í
burt að það er lítt mögulegt að gera
athuganir á þeim með nokkurri ná-
kvæmni. Þess vegna virða menn
fyrir sér, í þessu sambandi, að eins
þær tvær plánetur sem næstar eru
— Venus, sem er næst fyrir innan
braut jarðarinnar og Mars sem er
næst fyrir utan.
Það er tvent sem sem gerir athug-
aniráVenus mjög örðugar. Það aö
hún eraltafnálægtsóluog þessvegna
ákaflega björt, og svo er yfirborð
hennar jafnan hulið skýjum. Aftur
á móti er tiltölulega auðvelt aðgera
nákvæmar athuganlr á Mars. Jafn
vel í smáum sjónauka sjást blettir á
yfirborði hans; einnig má sjá hvernig
yfirborðið breytist eftirþví sem hann
snýst um ás sinn. Menn vita því
meira og hafa ritað og rætt meira
um Mars en um nokkra hinna plá-
netanna að jörðinni undanskildri.
II.
Þvermál Mars er 4,230 mílur. Þver-
mál jarðarinnar er 7,918 mílur.
Rúmtak (volurne) Mars er því einn-
sjöundi af rúmtaki jarðarinnar.
Eðlisþjmgd Mars er um sjö-tíundu
og þar af leiðir að efnismagn (Mass)
jarðarinnar er níu sinnum meira en
efnismagn Mars. Það er að segja
í jörðunni er nóg efni til að mynda
níu hnetti eins og Mars.
AðdráttaJafl Mars er að eins