Syrpa - 01.01.1914, Síða 8

Syrpa - 01.01.1914, Síða 8
70 SYRPA þrjátíu og átta-hundruðustu af aö- dráttarafli jarðarinnar. MaBur sem vigtar 160 pund á jörðinni myndi vigta um 60 pund áMars. Ef Mars- búar, séu þeir annars nokkrir, eru ekki stærri en menn gerast hér þá hljóta þeir að vera mjög léttir á sér. Þegar Mars er næst sólu er vega- lengdin milli þeirra um 135 miljón mílur, þegar hann er fjærst sólu er vegalengdin um 148 miljón mílur. MeðalfjarlægS hans frá sólu er þv um 141 miljón mílur. Meðalfjar- Iægð jarðarinnar er um 93 miljón mílur. Umferðartími jarðarinnar ér 365 dagar. Umferðartími Mars er 687 dagar. Þar af leiðir að vegalengd- in milli þeirra breytist mjög mikið. Þegar Mars og jörðin eru í línu við sólina en sitt hvoru megin við hana (í conjunction), þá verður bilið milli þeirra um 234£ miljón mílur. En þegar þau eru sömu megin við sól- ina (í Opposition) verður þetta bil um 48| miljón mílur. Þetta kemur fyrir með 780 daga millibili. Enn fremur getur þessi vegalengd verið nokkru meiri eða mintii eftir því hvar pláneturnar eru staddar á brautum sínum. Ef Mars er nálægt sólnánd (perihelion) þegar jörðin gengur milli hans og sólar þá verð- ur vegalengdin milli þeirra um 35 miljón mílur, en ef hann er í sólftrrð (aphelion) þegar svo stendur á, þá verður vegalengdin 61 miljón mílur. Þegar Mars sést bezt þá virðist liann álíka stór eins og tuttugu og fimm ,,centa“ peningur í 650 feta fjar- lægð. Einu sinni á hverjum fimtán eða seytján árum kemst hann sem allra næst jörðinni. Brautin sem Mars ferðast eftir kring um sólina er sporbaugur. Lengri ás hans er um 283 miljón mílur á lengd. Hringskekkja (eccentricity) baugsins er 0.093. Brautarflöturinn hallast 1 gr. 51 mín. að fleti sólbrautarbaugsins (ecliptic). Ás plánetunnar hallast urn 24 gr. 50 mín. nð brautarflet- inum. Fyrstu uppdrættir af Mars voru gerðir af Fontana árið 1636. Sjón- aukinn sem hann notaði var lítill og óvandaður og eru því uppdrætt- ir hans tálmyndir að eins. Hinir fyrstu áreiðanlegu uppdrættir af plánetunni voru gerðir af Huyg- hens árið 1659. Dökkur blettur likur stundaglasi í lögun er sýndur á flestum uppdráttum hans. Stjörnu- fræðjngar héldu lengi vel að hinir dökku blettir sem sjást á yfirborði stjörnunnar væru höf. Þeir nefndu því þennan blett ,,Stundaglas“ haf- ið. Hann er nú nefndur Syrtis Major. Með því að athuga þessa bletti fanst Huyghens að Mars myndi snú- ast um ás sinn einu sitini á 24klukku- stundum. Síðar efaði hann aðþetta væri rétt. Árið 1666 gerði því Cassini nákvæmar athuganir og taldist honum svo til að snúnings tíminn væri 24 kl. 40 mín. Snún- ingstími Mars er nú talinn að vera 24 kl. 37 mín. 22 sjö-tíundu sek. Árið 1877, var stjörnufræðingur- inn Asaph Hall að athuga Mars með 26 þumlunga sjónaukanum í Washington, D. C. Þessi sjónauki var þá hinn stærsti í heimi. Hall uppgötvaði þá að Mars fylgdu tvö smá tungl. Hið ytra, sem nefnt er Deimos, er um tíu mílur í þvermál og vegalengd þess frá yfirborði Mars er um 12,500 mílur. Um- ferðartími þess ©r 30 kl. 18 mín.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.