Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 8

Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 8
70 SYRPA þrjátíu og átta-hundruðustu af aö- dráttarafli jarðarinnar. MaBur sem vigtar 160 pund á jörðinni myndi vigta um 60 pund áMars. Ef Mars- búar, séu þeir annars nokkrir, eru ekki stærri en menn gerast hér þá hljóta þeir að vera mjög léttir á sér. Þegar Mars er næst sólu er vega- lengdin milli þeirra um 135 miljón mílur, þegar hann er fjærst sólu er vegalengdin um 148 miljón mílur. MeðalfjarlægS hans frá sólu er þv um 141 miljón mílur. Meðalfjar- Iægð jarðarinnar er um 93 miljón mílur. Umferðartími jarðarinnar ér 365 dagar. Umferðartími Mars er 687 dagar. Þar af leiðir að vegalengd- in milli þeirra breytist mjög mikið. Þegar Mars og jörðin eru í línu við sólina en sitt hvoru megin við hana (í conjunction), þá verður bilið milli þeirra um 234£ miljón mílur. En þegar þau eru sömu megin við sól- ina (í Opposition) verður þetta bil um 48| miljón mílur. Þetta kemur fyrir með 780 daga millibili. Enn fremur getur þessi vegalengd verið nokkru meiri eða mintii eftir því hvar pláneturnar eru staddar á brautum sínum. Ef Mars er nálægt sólnánd (perihelion) þegar jörðin gengur milli hans og sólar þá verð- ur vegalengdin milli þeirra um 35 miljón mílur, en ef hann er í sólftrrð (aphelion) þegar svo stendur á, þá verður vegalengdin 61 miljón mílur. Þegar Mars sést bezt þá virðist liann álíka stór eins og tuttugu og fimm ,,centa“ peningur í 650 feta fjar- lægð. Einu sinni á hverjum fimtán eða seytján árum kemst hann sem allra næst jörðinni. Brautin sem Mars ferðast eftir kring um sólina er sporbaugur. Lengri ás hans er um 283 miljón mílur á lengd. Hringskekkja (eccentricity) baugsins er 0.093. Brautarflöturinn hallast 1 gr. 51 mín. að fleti sólbrautarbaugsins (ecliptic). Ás plánetunnar hallast urn 24 gr. 50 mín. nð brautarflet- inum. Fyrstu uppdrættir af Mars voru gerðir af Fontana árið 1636. Sjón- aukinn sem hann notaði var lítill og óvandaður og eru því uppdrætt- ir hans tálmyndir að eins. Hinir fyrstu áreiðanlegu uppdrættir af plánetunni voru gerðir af Huyg- hens árið 1659. Dökkur blettur likur stundaglasi í lögun er sýndur á flestum uppdráttum hans. Stjörnu- fræðjngar héldu lengi vel að hinir dökku blettir sem sjást á yfirborði stjörnunnar væru höf. Þeir nefndu því þennan blett ,,Stundaglas“ haf- ið. Hann er nú nefndur Syrtis Major. Með því að athuga þessa bletti fanst Huyghens að Mars myndi snú- ast um ás sinn einu sitini á 24klukku- stundum. Síðar efaði hann aðþetta væri rétt. Árið 1666 gerði því Cassini nákvæmar athuganir og taldist honum svo til að snúnings tíminn væri 24 kl. 40 mín. Snún- ingstími Mars er nú talinn að vera 24 kl. 37 mín. 22 sjö-tíundu sek. Árið 1877, var stjörnufræðingur- inn Asaph Hall að athuga Mars með 26 þumlunga sjónaukanum í Washington, D. C. Þessi sjónauki var þá hinn stærsti í heimi. Hall uppgötvaði þá að Mars fylgdu tvö smá tungl. Hið ytra, sem nefnt er Deimos, er um tíu mílur í þvermál og vegalengd þess frá yfirborði Mars er um 12,500 mílur. Um- ferðartími þess ©r 30 kl. 18 mín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.