Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 22
84 SYRPA höföa og Kanaríeyjar; í Asíu I'ilips- eyjar Sundaeyjar og nokkurn liluta Malakka. Fyrir vestan haf réði hann yfir auðugustu og beztu hlut- um hins nýja heims, sem Columbus hafði fundið. Hin víðlendu ríki Perú, Mexicó, Nýi-Spánn og Chili með ótæmandi námum dýrra málma og Hispaníóla, Kúba og margar fieiri Vesturheimseyjar lutu Spáni. Filipus hafði að vísu orðið fyrir þeirri niðurlægingu, að sj* íbúa Niðurlandanna rísa upp gegn sér; og honum tókst ekki að komaundir veldissprota Spánar öllum löndum, sein faðir hans hafði eftirlátið hon- um. En hann hafði sigraö margar borgir og héruð, sem fyrst hófu uppreisn gegn valdi hans. Belgía var enn þá undirgefnari Spáni en hún hafði verið fyrir uppreisnina. Það var að eins Holland ásamt sex nyrðri ríkjunumi),sem enn þá barðist móti honum. Hann hafði eignast öflugan og þaulvanan her á sína hlið í þessum ófrið, sem hinn ágæti yfirherforingi hans, prinsinn af Parina, hafði a^ft í því að halda fast saman í öllum erfiðleikum og þraut- um á herferðunum. Stöðuglyndi og drottinhollusta hersins voru svo mikil, að óhætt var að treysta hon- um í öllum fyrirtækjum, hversu erfið og þreytandi sem þau voru. Alexander Farnese, prins afParma, yfirherforingi Spánar og landstjóri á Niðurlöndum, var hinn lang- snjallasti herforingi.sem þávaruppi Hann var einnig alþektur fyrirstjórn- i) Niðurlöndin skiftust í i7 fylki, þau hötðu öll Iotið Karli fimta fööur Filip- usar, en hófu uppreisn gegn Filipusi. AS eins sjö þau nyrstu héldu út í uppreisnar- baráttunni undir stjórn Vilhjálms þögta og kornust þá undnn Spáni.—ÞýS. kænsku sína og dugnað. Hermenn hans trúðu á hann, og hann hafði lag ít aö ná hylli þeirra ftn þess að draga úr heraganum eðagefanokk- uð ef'tir af valdi sínu. Hann var rólegur og aðgætinn í öllum ráða- gerðum, snarráður og fylginn sér, þegar þurfti að sækja með kappi, sá við öllum áhættum, sem var- færni gat sneytt hjá; hann gerði menn sátta við sig, jafnvel í þeim héruðum, sem hann réðist á, með orðheldni, sinni, varfærni og við- móti; hann var hinn æg'legasti hers- höfðingi, sem hægt var að setja yíir her, er átti eklci að eins að vinna sigur í orustum, heldur einnig að leggja lönd undir sig. Það var lán fyrir England og heiminn að hon- um gafst ekki færi 4 að sýna krafta sína á brezku eyjunum. Það sem Spánn hafði mist á Nið- urlöndum virtist meira en að fullu bætt, er Portúgal var unnið 1580. Hið forna konungsríki með öllum árangrinum af dugnaði Portúgais- manna á sjónum komst í hendur Filipusi; allar nýlendur þess í Am eríkti, Afríku og á Indlandseyjum gengu honum á hönd. Þannig var allur Pýrenaskaginn sameinaður undir stjórn hans, og hann hafði eignast ríki fyrir handan höfin, sem var litlu minna en það sem hann tók að erfðum. Sigur sá, sem fioti hans, ásamt galeiðum páfans og Feneyinga vann í orustunni við Tyrki við Lepanto1), bar orðstýr spánska fiotans út um öll kristin lönd; og þegar Filipus hafði setið að völdum í þrjátíu og fimrn ár virtist veldisstyrkur hans vera ó- bugaöur og herfrægð Spánar óðum að aukast út um allan heirn. i) á Grikklandi.—Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.