Syrpa - 01.01.1914, Síða 43

Syrpa - 01.01.1914, Síða 43
í RAUÐÁRDALNUM 105 af miljrtnum karlsins með henni ?“ sagði Björn. ,,Jæja!“ sag-ði Kjartan og- leit brosandi til Önnu; ,,nú eru þau loksins komin í leitirnar“. ,,Og harðgift, vona eg“, sagði Anna. ,,Ekki er það nú alveg“, sagði Kjartan íbygginn á svip; ,,eti það stendur til“. Nú urðtt allir að eftirtekt. ,,Svoleiðis var“ hélt Kjartan á- fram að segja, ,,að pilturinn og dóttir miljónaeigandans fóru um nóttina um borð á braðlest, sem ætlaði til Chicago, og konnist þang- að heil á húfi. En fregnin um það að þau hefðu strokið, var komin þangttð löngu á undan þeim; og hvernig sem þau reyndu, þá fékkst enginn prestur til að gefa þau sam- an í hjónaband. — Einn góðan veð- urdag koniu þau svo aftur til Nevv York, en voru þó ekki samferða. — Þegar stúkan kemur heim, sættist hún undir eins við föður sinn, og segir honum að pilturinn hafi brugð- ið föstu heiti við sig, þegar til Chicago hefði komið, og biður hún hann (föður sinn') að hefja strax mál á hendur hinum unga svikara fyrir trygðrof. Karl er mjög fús til þess og hyggur að hann með þessu nióti geti hefnt sín á piltinum fyrir þá mittkun og skapraun, sem hann hiífði orðið að þola. Hann lætur nú tafarlaust stefna piltinum; og svo kemur málið í rétt. I fyrstu játgr pilturinn á sig sökina, ogekk- ert annað liggur nú fyrir, en að dæma hann til fjárútláta fyrir svik sín og pretli; og miljónaeigandinn er næsta þungur í kröfum fyrir hönd dóttur sinnar. En þegar á réttaf- haldið Hður, býðst pilturinn alt í einu til að bæta fyrir brot sitt,mcð því, að standa við hið fyrra loforð sitt og ganga að eiga stúlkuna, ef hún sé enn fús til þess að eiga hann. En stúlkan var auðvitað fús til þess (því þetta var samantekið ráð þeirra) og lét hún málið falla niður, hvað seirt faðir hennar sagði. Og karl varð að lokum að ' sætta sig við þetta, og varð nauðugur að gefa það eftir, að þau ættust. En að líkindum hefir hann séð, að dóttir hans hefir beitt hann brögðum, og nag'ar liann sig' nú í handarbökin fyrir heimskuna. ,,Hvaða grýti 1“ sagði Björn; ,,þau léku þar laglega á gamla skrögg“. ,,Mitt álit er það, að dótturinni hafi farist mjög óheiðarlega við föð- ur sinn“, sagði Arnór. Það voru fyrstu orði.n, sent eg heyrði hann segja. , ,En henni var vorkunn11, sagði Anna, ,,þarsem karlfauskurinn stóð svona stranglega á móti því,að hún ætti manninn, sem hún elskaði". ,,Og lék ekki guðsmaðurinn.hann Jakob, á föður sinn forðutn?11 sagði frænka mín og brosti góðlátlega. Nú varð þögn nokkra stund. ,,En vitiö þið hvað 1“ sagði Kjart- an alt í einu; ,,það var stolið úr búð á Aðalstrætinu í nótt, einhverntíma á tímabilinu frá klukkan tíu í gær- kveldi til klukkun fimm í morgun. Eg las um það í morgunblaðinu. Heyrðir þú ekki talaö um það í dag, Arnór?“ ,,Nei“, sagði Arnór og horfði hvössum augurn á Kjartan. ,,Búðin, sem stolið var úr, er þó skamt frá bvggingunni, sem þú vinnur við“.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.