Syrpa - 01.01.1914, Page 50

Syrpa - 01.01.1914, Page 50
112 SYRPA heimsótti þá einu sinni, sér til heilsubótar, en þeim til aevarandi heiöurs. Fj'rst tóku þeir þannig á móti honurn, aö þeir þet'stu meö hann í dynjandi helli-rigningu, á band-ólmum ótemjum, margar míl- ur yfir jökla og eldhraunsuröir, og var það hinn mesti lífsháski, og sannarleg drottins mildi aö ekki varð slys af. Svo buöu þeir hon- um til dagverðar, sem stóð yfir samfleytt í margar klukkustundir. Og er það skoðun mín, að sá verði að hafa sterka heilsu og all-góða matarlyst, sem heldur það út alveg klígjulaust, að sitja svo lengi til borðs og jeta af kapþi, eins og þar átti sér stað. En svo var ekki alt búið enn, því þegar máltíðinni var loksins lokið,þ5 byrjaði kappdrykkja sem stóð yfir heila nótt, og var stöðugt drukkið til skiftis hundrað gráða romm og frakkneskt koníak og kampavín. Og þó íranum þyki jafnan gott í staupiiiu, þá er það þó heilagur sannleikur, að hann þolir ekki að fara á svona t ú r . Og of- an á alt þetta bættist svo það, sem var átakanlegast af því öllu, að þeir gáfu honum aldrei stundarfrið fyrir dómadags lofræðum, sem þeir héldu yfir honum íi tíu eða tólf tungumálum, því mér er sagt að ís- lendingar mæli á fleiri tungur en sjálfir postularnir á hvítasunnu. — Og nú er eg viss um að þú furðar þig ekki á því, þó mér sé dálítið í nöpinni við íslendinga. Og eg finn það líka á sjálfum mér, að eg hefði ekki roð við þeim í þessu þrennu: kappáti, kappdrykkju og kappræð- um“. ,,Nú fer eg eg skilja þig, herra minn,“ sagði eg; ,,þér er nefnilega sérlega vel við íslendinga. En þú gjörir heldur mikið úr gestrisni þeirra, og rangfærir frásögn hins ágæta írska aðalsmanns, sem aldrei sagði annað en gott um íslendinga og land þeirra. Eg hefi lesiðferða- sögu hans.“ ,,Það er meira en eg hef gjört“, sagði O’Brian og varð sem snöggv- ast alvarlegur; ,,eg hefi aldrei haft tíma til að lesa sjálfa ferðasöguna, en eg las einu sinni sýnisbók írskra bókmenta, og þar var dálítill kafli, sem hét „íslenzkur dagverður“. En það mi vel vera, að frásögnin hafi skeskt í hausnum á mér, þegar frá leið, því eg er allur ramm- skakkur. “ Að því mæltu gekk hann til her- bergja sinna og raulaði fyrir munni sér. Eg horfði á eftir honum, og fann að mér féll hann vel í geð, þrátt fyrir Iíkamslýti hans og skringilega talsmáta. Kvöldið eftir þegar eg var að ganga fram og afturum árbakkann, kom O’Brian til mín og gaf sig á tal við mig. Arnór sat þar á bakk- anum, skamt frá, og horfði út áána. ,,Heyrðu, sonur,“ sagði O’Brian og lagði hönd á öxl niér, ,,segðu mér í trúnaði, hvað það er, sem unglingurinn þarna er alt af að horfa á.“ ,,Um það get egómögulega frætt þig, herra O’Brian,11 sagði eg; ,,en eg held helzt að hann sé ekki að horfa á neitt sérstakt.“ ,,Jú hann sér eitthvað sem okkar augu sjá eltki. Eg veit að þú þekk- ir hann ekki, og því síður þekki eg hann; en okkar á milli sagt, þá er þetta sérlega undarlegur ungling- ur. Hann lifir í heimi, sem okkur er með öllu hulinn, og tilfinningar hans eru á annan veg en okkar —

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.