Syrpa - 01.01.1914, Side 51

Syrpa - 01.01.1914, Side 51
í RAUÐÁRDALNUM 113 aö minsta kosti þori eg' að sverja þaS, að þær ern ekki írskar. En þér að segja, þá er mér einstaklega vel við þennan unglirig, og eg hefi oft óskað þess með sjáifuni mér, að hann vaknaði einhvern morgun við það, að vera orðinn katólskur íri, því þá liði honum betur.“ ,,Eg hélt þér væti í nöp við alla íslendinga“, sagði eg glettilega. ,,Blessi mig! Já, þú hittir þar naglann á hausinn sonur minn“, sagði O’Brian og brosti; ,,en þó er hér dálítil undantekning, því mér þykir bjartanlega vænt um þennan ungling, sem situr þarna á árbakk- anum, og hans vegna fyrirgef eg öllum íslendingum það, sem þeir kunna að hafa misgjört við mig og tnína í átveizlum og kappdrykkjum þar norður á íslandi. ,,En með hvaða móti hefir hann áunnið sér hvlli þína?“ sagði eg og áleit það tómt spaug, sem hann var að segja mér. ,,Það get eg sagt þér í fám orð- um; eg hefi sem sé lcomist að raun um, að hann á gott hjarta, og að hann er þar að auki prúðmenni; og tneira er naumast hægt að heimta af nokkrum manni“. Og glettnin hvarf snöggvast úr augum írans, utn leið og hann sagði þetta. ,.Það gleður migað heyra þetta“, sagði eg. ,,Já, vel má það gleðja þig, son- ur minn“, sagði O’Brian hátíðlega, ,,því pilturinn er samlandi þinn, og hans vegna hefi eg betra álit á þér og öllum íslemlingum en ella. En nú skal eg segja þér, hvernig eg komst að því, að hann á gott hjarta og er prúðmenni. Þannig stóð á, að konan mín var einu sinni, sem oftar, að sækja vatn í brunninn hérna vestur á strætinu. Hún var eklci vel frísk þann dag, og eg var ekki heima. Jæja, þegar konan mín (hún heitir Nóra) var koniin með vatnsföturnar að stiganum, þá var hún crðin svo þreytt, að hún hneig niður og missti alt vatnið úr fötunum. En rélt í því kom þessi íslenzki unglingur ofan stigann og sér hvernig komið er fyrir Nóru minni. Hann reisir hana strax á fætur, og styður hana, á meðan hún er að fara upp stigamj, og fylgir henni alla leið að dyrunum á her- berginu hennar. ,Leyfðu mér að sækja vatnið fyrir þig, frú O’Brian, af því þú ert ekki frísk1, sagði hann Og þetta sagði hann svo kurteis- lega, að Nóra mín gat ekki neitað svo góðu boði. Og svo fór hann og kom afiur að lítilli stundu lið- inni með föturnar fullar af vatni; síðan hneigði hann sig hæversklega og gekk burt, Og þetta segi eg, SOintr minn, að lýsi góðu hjarta og prúðmensku. Og þú mátt vera viss urn það, að við gömlu hjónin gleymum því ekki undir eins“. ,,En þetta hefði hver maður gjört í hans sporum“, sagði eg. ,,Eg efa það alls ekki, sonur minn“, sagði O’Brian; en enginn nema sá, sem fæddur er prúðmenni, hefði viðhaft sömu orð og hann í líku tilfelli. Níutíu og níu afhundr- aði hefðu bara sagt: ,Eg s*k a 1 eða ,eg ætla', eða ,eg verð að sækja vatnið fvrir þig‘. En hann sagði: ,Leyfðu mér að sækja vatnið fyrir þig, frú O’Brian, af þ v í þú ert ekki frísk*. Og hann sagði þetta svo fallega, að gamla konan gleymir því ekki um alla eilífð“. Við töluðum svo ekki meira sam-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.