Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 58
120
SYRPA
hann sjá, aö kona sú tilheyrði eigi
mensku sau'ðahúsi. Nú sá hann, að
sér mundi gefast tækifæri að kynnast
jjessari undra kynslóð, er hann svo
mjög hafði deilt um hingað til.
Hann fylgdi henni heim. Fyrst í
stað sá hann ekki annað en grábláar
klappir, vindsorfnar og sundur rifn-
ar. Hún dró upp lítinn silfurbúinn
sprota úr vasa sínum og laust á berg-
ið. Það laukst upp skyndilega, og þá
sá Hallur að þetta var snotur bygg-
ing, en ekkert klappa-klungur. Inni
blöstu við tveir bjartir og skrautlegir
salir, hvor innar af öðrum. Innra
húsið var svefnhús og stóð þar rúm
snyrtilega uppbúið. Hitt var setuher-
bergi með borði og stólum. Hún bauð
Halli til sætis og framreiddi vín á
gullrendum silfurbikar. Þar eftir tók
hún aö ræða við hann á þessa leiS:
“Fanstu nokkúS óvanalegt við
hönd mína, Hallur?”
“Já,” mælt hann; “hún var heit
eins og eldur.”
“Veiztu orsökina?” sagSi hún bros-
andi.
“Nei,” mælti Hallur; hana veit eg
ekki; og líklega enginn af okkar
kyni.”
“ÞaS er sennilegt,’ mælti hún. “En
þótt við séum líkamlegar verur alveg
á sama hátt og þið mennirnir, þá er-
um við samt að ýmsu leyti sem annað
kyn. Þessi hiti kemur eigi ávalt
fram, þótt við huldubúar kynnumst
einhverjum af ykkar kyni. Þessi
hiti kemur frá voru andlega lifi. Við
stjórnum honum sjálfir, og því verð-
ur hans enginn var nema sá maður
af ykkar ættstofni, er við viljum kom-
ast í náio og innilegt samband við.
Hann kemur fram, meðan það innra
og hið ytra náttúrueðli vort er að
sameinast ykkar, sem að ýmsu leyti
er okkar andstætt. Eftir að svo er
komið, dyljumst vér ekki lengur fyr-
ir þeim manni og getum það jafnvel
ekki, nema vér neytum til þess sér-
stakrar kunnáttu og listar. Fyrir
þeim mönnum standa okkar leyndar-
mál opin þaðan í frá.”
“Er það satt,” mælti Hallur, “að
þið huldumenn séuö runnir frá sama
stofni og vér? Það hafa gengið um
það óljósar sagnir meðal vor, sem
enginn tekur þó mark á nema þeir,
scnr vér köllum hjátrúarmenn.”
“Já,” mælti huldukonan. “Enda
þótt þiö trúiö því ekki, þá er þaö
sannleikur samt. Það kemur af hinni
takmarkalausu oftrú á vitsmunum
yklcar. Þið haldið, að alt sköpunar-
verlc guös standi ykkur opiö, að
minsta kosti það, sem lykst innan vi'ö
ykkar sjóndeildarhring, og þar sé
ekkert annað til en það sem þið sjáið.
Þið og við erum eins og tveir meið-
ir er hafa vaxið upp frá sömu rót-
inni. Frá upphafi lífsins höfuð vi'ö
átt samleið gegnum allar aldir, og þó
ykkur alveg óafvitandi. Þið menn-
irnir hafið stundum staðið okkur
framar í ýmsu, en þó ekki nema því
náttúrlega; því andlega yfirburöi
höfum vér ávalt átt í ríkum mæli. Og
þaö er þcssum andlegu yfirburöum
vorum að þakka, að vér höfum ávalt
getað dulist fyrir ykkar augum, en
getum þó gert okkur sýnilega tf vér
svo viljum. Þess vegna höfum vér
ávalt getað lifað í friði fyrir ykkar
árásum; en annars myndi það hafa
oröiö næsta torvelt, ef ekki allsendis
ómögulegt.
Ýmislegt höfum við getað hagnýtt
okkur af ylckar kunnáttu, en af vorri
þckking hafið þið ekkert fengið, Viö