Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 66
128
SVRPA
Kókúa svaraði ekki cinu orði. .
Hún liló sífellu og starði út á sjóinn.
,,Þögn þína tek eg sem vilyrði,
Kókúa,“ sagði Kifi; ,,nú skulum
við fara heim til föður þíns. “
Kókúa hélt af stað, og gekk á
undan honum, steinþegjandi, og
hafði hattbandið sitt á milli var-
anna. Hún leit að eins öðru livoru
um öxl sér, en Ieit svo óða.ra undan
aftur.
Þegar þau voru komin heim að
húsi Kíanos, kom hann út á sval-
irnar og heilsaði Kífa meo nafni.
Kókúa leit upp snögglega og á
Kífa. Hún hafði he)rrt getið um
hann og fallega húsið hans og það
var sannarlega freistandi fyrir hana.
Þau skemtu sér vel síðari hluta
dagsins, og Kókúa var djörf og
gáska full í viðurvist foreldra sinna
og gerði að gamni sínu við Kífa,
því að hún var mesti æringi.
Daginn eftir talaði hann við Kí-
ano, og síðar við meyna sjálfa í ein-
rúmi.
,,Þú dróst dár að mér í gærkveldi,
Kókúa,“ mælti hann; ,,það er nóg-
ur tími enn fyrir þig, að vísa mér á
bug. Eg vildi ekki segja þér, hver
eg var, af því að eg á svo fallegt
hús og óttaðist, að þú myndir, ef
til vill, lnigsa meira um það en
sjálfan manninn, sem elskar þig af
öllu hjarta. Nú veistu alt saman
og ef þú vilt ekki sjá mig framar,
þá segðu mér það samstundis. “
,,Nei,“sagði Kókúa og hlátur-
inn var horfinn af andlitinu; en Kífi
spurði einskis framar.
Þetta var bónorðið. Það stóð
ekki lengi á því. Örin fiýgur hratt
og bissukúlan ennþá hraðara, en
en þó hæfa báðar markið. Þetta
hafði gerst í einu vetfangi, en það
átti sér djúpar rætur, engu að síður.
Kókúa hugsaði sífelt um unnust-
ann sinn; hún heyrði rödd hans í
brimhljóðinu, sem barst neðati frá
sjónum upp yfir hraunklettana.
Hún mnndi hafa viljað yfirgefa for-
eldra sína og fæðingarstað vegna
þessti unga manns, sem hún hafði
ekki séð nema tvisvar sinnum.
Kífi keyrði hestinn sporum, og
reið svngjandi á harða spretti upp
fjallveginn neðan undir klettunum
og hófaskellirnir og söngurinn berg-
máluðu í grafhvelfingum hinna
framliðnu.
Svona hélt hatin áfram alla leið
heim ;ið húsi sínu; og síðan settist
hann að smæöingt upp á svölunum.
Kínverjinn starði á hann undrandi,
því að hann söng stöðugt, milli
þess sem hann lét upp í sig munn-
bitana.
Sólin gekk til viðar og náttmyrkr-
ið færðist yfir, en Kífi gekk um gólf
á svölunum; lampaljósið varpaði
skugga hans hátt upp í fjalshlíöina,
og sjófarendurnir, sem sigldu fram
hjá, hlustuðu undrandi á sönginn.
,,Hér eftir ætla eg að búa hérna
uppi“, sagði hann við sjálfan sig.
,,Lífið getur ekki verið skemtilegra;
— eg er kominn upp á fjallstindinn
— og alt leikur mér í lyndi. Nú
ætla eg að láta kveikja ljós í öllum
herbergjunum í fyrsta skifti, og svo
ætla eg að lauga mig í fallega bað-
húsinu mínu, bæði í heitu og köldu
vatni, og sofa svo einn í nótt í
hjónasænginni“.
Hann gerði Kínverjanum aðvart
og hann varð að fara upp úr rúm-
inu, til þess að kveikja upp í ofn-
unum. Meðan hann sat, og beið
eftir því, að vatnið hitnaði í kötlun-
(Framhald)