Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 4
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Svo skimaði hún í kringum sig. Snuðr- aði. Hér var engin hætta á ferðum. En daggarslóðin eftir skottið var varhuga- verð! Hún sveigði upp í holtið. Þar var meira grjót og möl. Þar sást enginn fer- ill. En tófa varð að vera léttfætt og fót- viss, svo að ekki glamraði í grjðti. Þarna var þá lóa! Hún lá alveg graf- kyrr og breiddi sig út yfir eggin. Allt var steingrátt, en augun blikuðu, hyldjúp af hræðslu og kvíða, Tófan nam staðar. Atti hún að vera að tefja sig á einu lóu- hreiðri, þegar v a r p i ð var svona nærri! ■— Lóan flaug upp að lokum, rétt undan rándýrstönnunum og flögraði veinandi með útbreidda vængi fram á melinn. Tóf- an lyfti höfði og horfði á eftir henni. Skárri var það nú hávaðinn og gaura- gangurinn um hánótt! Hún þurfti svo sem ekki að vera að segja til sín. Hún var auðfundin hvort sem var hérna á há- melnum! Tófan stakk trýninu ofan í hreiðrið og saup í sig lóueggin. Alltaf voru þau samt góð á bragðið, körturnar þær arna. En lítið fylltu þau samt í svangan maga. Og ekki var þetta flutningsfært heim til barnanna. Lágfóta sleikti út um. Svo héit hún á- fram ofan með læknum, þvert yfir hrygginn, gerði nokkra króka á leið sína, hleraði, skimaði, snuðraði. Blessuð þok- an! Nú var hún komin ofan að tjörn- irini. Gamla æðurin synti með landi fram og snaðraði í störinni meðfram tjarnar- bökkunum. — Lágfóta lagðist alveg flöt, og grasið skýldi henni nærri allri. Hver vöðvi var eins og stæltur strengur, og augun fylgdu hverri hreyfingu æðurinn- ar. Svo seig lágfóta áfram. Seig, smaug og mjakaðist áfram gegnum grasið hált og mjúkt. Það bærðist varla. Gamla æðurin leit við. Það var víst bara vindblær, sem bærði stráin á tjarn- arbakkanum. Og hún stakk höfðinu á ný ofan í vatnið, kippti því snöggt upp úr aftur, eins og hvíslað hefði verið að henni, og lyfti sér. Hljóðið kafnaði í háls- inum: tveir sterkir tanngarðar smullit saman utan um hálsinn á henni i’étt aft- an við hausinn. — Sumax-nótt gömlu æð- urinnar var lokið. Lágfóta kippti veiðinni upp á bakkann og setti tennurnar á kaf í brjóstið. En hve þetta var rýrt og seigt! Gömul grind- horuð æður! Ekki var það neitt hnoss- gæti fyrir blessuð börnin ofan á lamba- steikina og rjúpnastegginn í fyrradag. En nú var búið bjargarlaust, og sex hungraðir hnoðrar ýlfrandi heima langt uppi á Hraundal. Skáhöll gulgræn augun skimuðu íhygl- islega í kringum sig. Þarna úti í þokunni lágu varphólmarnir. Marga björgina hafði hún þangað sótt. En viðsjárvert var það. Abtaf varð þar sá bölvaður há- vaði, að engu tali tók. Og krían elti hana miskunnarlaust langar leiðir. Og þá voru ekki mennirnir betri. Eins og t. d. í gærkvöld, þegar hún með mik- illi fyrirhöfn var búin að búa um sex æðaregg í stórum hagaflóka, sem hún hafði fundið á steinnybbu í hrauninu, — kom þá ekki bannsettur tvífætlingurinn á prestssetrinu allt í einu upp úr dæld- inni rétt fyrir framan hana og hafði nærri því rekizt á hana. Það var ekki auðhlaupið með aðra eins byrði. Og tví- fætlingurinn hafði dregið hana uppi á sprettinum og slegið til hennar þungu beizli, svo að hún varð að sleppa fangi sínu og átti fótum sínum fjör að launa. Nú hafði hún farið þarna um í nótt, en þar var ekkert eftir, hvorki eggin né flókinn. — Já, það var nú snautleg næt- urför. Aðeins einn væluspói, sem hún hafði nælt í á heimleiðinni. Og hvað var það handa sex svöngum barnsmunnum! Lágfóta tók gömlu æðurina í munninn og svipaðist um. Allt í einu lét hún sig

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.