Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 16
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann var nærgætinn, því að snjókóf- inu linnti jafn skyndilega og það skall yfir, og hin daufa sól skein aftur á himn- inum. — Við verðum að bíða með að nota meiðana, þar til snjórinn frýs, sagði Ranworth. Á meðan notum við hjólin eins og við getum. Ég ætla að ganga út og sópa snjóinn af glugganum. Þegar Ranworth kom aftur, setti Les- lie vélina af stað. En hún stanzaði brátt aftur. — Æ, hvað er nú um að vera? spurði Ranworth kvíðandi, því að þótt hann bæri gott traust til Leslie, efaðist hann um hæfileika hans, þegar um vélbilun var að ræða. — Það er ekkert að hreyflunum, sagði Leslie. Ég held, að hjólin séu föst í ein- hverju úti. — Það er snjór, sem hefur frosið, sagði' Ranworth, þegar þeir voru komn- ir út. Tindarnir á hjólinu eru frosnir fastir. Sæktu reku, Guy, og reyndu að moka snjónum frá. Og þér, O’Donovan, getið tekið aðra og mokað ofan af ísnum hér fyrir framan. Við gátum ekki fengið verri stað til þess að hafa sleðann af stað, þótt hann hafi verið okkur góð vörn' gegn storminum. Snjórinn hafði mokazt saman T stóran skafl fyrir framan sleðann, og Ranworth og O’Donovan hömuðust við að moka honum frá. — Ég skal líka hjálpa til, sagði Leslie. Hahn- gekk aftur að sleðanum, sótti reku og réðist að skaflinum af miklum móð. — Það ætlar að fara að snjóa aftur, sagði Guy, er nokkur snjókorn fuku hjá. — Og vindstaðan hefur breytzt, sagði Ranworth. Nú er hún nálega af hásuðri. — Því betra fyrir okkur, þangað til viö snúum heim, sagði Leslie. Ef nú — Hann þagnaði skyndilega og benti í áttina til búðanna, sem þeir gátu enn ekki séð. Gegnum djúpan snjóinn komu tveir gangandi menn. XIV. Sklpsbrolsmenn. — Fljótir, drengir, hrópaði Ranworth æstur. Þeir eru alveg aðfram komnir. Hann flýtti sér á móti hinum ókunnu mönnum, með Leslie, Guy og O’Donovan á hælum sér. Það er ekki rétt að segja, að þeir hafi hlaupið, því þeir sukku djúpt í snjóinn i hverju spori. Það varð ekki séð á ókunnu mönnun- um, að þeir hefðu orðið sinna björgunar- manna varir. Þeir tróðust þunglamalega gegnum snjóinn, lotnir í herðum, með höfuðin alveg niðri á bringu. Þeir voru klæddir loðskinnsfrökkum og alhvítir af snjó að framan, þar sem þeir höfðu brot- izt gegn óveðrinu. Þeir gengu hlið við hlið og drógu léttan sleða á kaðli, sem bundinn var um þá miðja. — Halló! hrópaði Ranworth. Við óminn af rödd hans lyftu báðir mennirnir höfði. Þeir voru dökkir í and- liti og vangar og haka hulin flóknu skeggi. Annar maðurinn lyfti upp hendinní og stundi upp veiku hljóði. Svo datt hann áfram í snjóinn. Förunautur hans stóð- kyrr nokkur augnablik og nuddaði aug- un, eins og hann tryði ekki því, er fyrir þau bar. Svo rétti hann handleggina út, reikaði nokkur skref áfram og féll síðan líka ofan í snjóinn. Ranworth og Guy reistu manninn upp flötum beinum, en Leslie og O’Donovan stumruðu yfir þeim, er fyrr hafði dott- ið. Sá, er lengra hafði komizt, var ekki meðvitundarlaus, en dauðvona af þreytu. Hann var meira en sex feta hár og of

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.