Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 46
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mikinn raka, en samt eru þurrkar nauð- synlegir um aldinþroskunar og uppakeru- tímann. Baðmullin er ræktuð á stórum ekrum, er henni þéttsáð í raöir, en nokkru eftir að kímplönturnar koma upp er grisjað. Uppskeran stendur alllengi, vegna misþroskunar aldinanna. Uppsker- an fer þannig fram, að menn tína aldin- in af plöntunum jafnótt og þau þroskast. Svo-er talið, að hver maður tíni frá 50— 150 kg. á dag, eftir því, hver vel er sprottið. Síðan er baðmullin sett í vélar, sem skilja ullina frá fræjunum, og að því búnu er hún send til verksmiðjanna, sem spinna hana og vefa. Ekki þykir þaö ráðlegt, að láta baðmullarplönturnar verða gamlar á ekrunum, vegna sjúk- dóma, sem á þær sækja. Baðmullarræktin er gömuk Hún var þekkt á Indlandi 800 árum fyrir Kr., en verulegt gildi til klæðnaðar fékk hún fyrst alllöngu síðar. Þegar fram liðu stundir barst hún smám Saman vestur á bóginn til landanna við Miðjarðarhafið. f Ameríu höfðu Indíánar ræktað baðmull lengi áður en Evrópumenn komu þangað. Svo er mælt, að Hollendingar hafi fyrst- ir manna rekið baðmullarverksmiðjur. Frá þeim barst baðmullariðnaðurinn til Englands, en enga verulega þýðingu fær hann þar sem atvinnugrein fyrr en um og eftir aldamótin 1800, jafnframt því sem öll véltækni eykst á öðrum sviðum. Nú er baðmullin ein með mikilvægustu iðnaðarvörum jarðarinnar. Bretland hef- ur um langan aldur verið eitt af fremstu löndum jarðar í baðmullariðnaði, og um langt skeið voru þeir einráðir á því sviði að kalla. Þar sem þeir hafa orðið að flytja alla baðmull inn, og innflutning- urinn oft verið torveldur, einkum á ó- friðarárum, hafa þeir verið knúðir til að hefjast handa um baðmullarrælít í ný- lendum sínum í Asíu og Afríku. Annars sóttu þeir lengi fram eftir alla sína baðm- ull til Bandaríkja Norður-Ameríku. Enn í dag eru Bandaríkin mesta baðmullarland- ið, þar eru framleidd 60—65%afbaðmull jarðarinnar, en bezt þykir baðmullin frá Egiptalandi og nokkrum eyjum við Ame- ríku. Af öðrum baðmullarlöndum má nefna Indíalönd Breta, Kína, og Sovét- ríkin. Indverska baðmullin þykir einna lökust vara af því, er á markaðinn kem- ur. Sovét-ríkin hafa á síðustu árum auk- ið mjög baðmullarframleiðslu sína eink- um í Túrkestan. Einnig fer baðmullar- rækt mjög vaxandi í ýmsum nýlendum Breta í Afríku. Heimsframleiðslan var 1931 5 rnilj. og 600 þús. tonn, en var þá nokkru mirini en hún hafði verið undan- farin ár. Fjarri fer því, að öll baðmull sé notuð til vefnaðar. Mikið er notað í sprengefni, selluloid o. fl. iðnvörur. Fræ báðmullarinnar eru einnig notuð. Þau eru mjög fiturík, er því unnin úr þeim olía, sem notuð er til margra hluta, til matar, sápugerðar o. fl. Þá eru einnig fræleifarnar, eftir að mesta fitan er úr þeim unnin, notaðar til fóðurs. b. Hör (Linum usitatissimum). Önnur mikilvægasta vefjarplaritan er hörinn. Ur honum er það bastið, sem er unnið, spunnið og ofið. En þar sem baðmullin má teljast tiltölulega ný á markaði Evrópu, hefur hör verið yrktur þar og unninn frá ómunatíð, og austur á Egiptalandi hafa fundizt um 5000 ára gamlar múmíur sveipaðar líndúkum. Hörplantan er einær jurt. Hún er 70— 100 cm. á hæð og mjög beinvaxin. Blóm- in blá eða hvít, og blöðin lensulaga. Ná- skyldur* ræktaða hörnum er villihörinn eða viUilinið, sem víða vex hér á landi með hvítum fíngerðum blómum. Planta sú er öll smávaxin, en sérkennileg vegna hinna grönnu en stinnu stöngla sinna. Hör krefst fremur raks loftslags og feitrar jarðar. Hann þrífst víða um Evrópu, allt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.