Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 24
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann skreið fram á blábrún. ísinn hélt honum enn. Hann sá Ranworth hanga hreyfingar- lausan í kaðalendanum. Hann sá líka, hve djúpt hin hvassa ísbrún hafði skorizt inn í kaðalinn. Það sýndist vera furðu- íegt, að hann skyldi geta haldið svo þung- um manni uppi, sem Ranworth var. Til allrar hamingju nuddaðist kaðall- inn ekki lengur við ísinn. Hann hafði myndað sér nokkurnveginn slétta legu í hann, en sérhver tilraun til að róta við honum mundi hafa orðið örlagaþrungin. Guy renndi lykkjunni niður og heppn- aðist að koma henni undir fætur Ran- worths. Svo tók hann hægt í hana, og honum til mikillar gleði tókst honum að koma henni utan um mitti hins bástadda manns. — Dragið upp! kallaði Guy. Leslie og Rússinn hlýddu. Og þegar Guy fann, að þungi Ranworths var kom- inn yfir á nýja kaðalinn, sem hann sjálf- ur var bundinn í, hrópaði hann: — Haldið fast! Svo skreið hann út úr lykkju sinni og áleiðis til félaga sinni, en gætti þess að fylgja kaðlinum, ef verða mætti að ísinn brysti aftur. — Samtaka! kallaði hinn hugprúði sveinn um leið og hann greip í kaðalinn hjá félögum sínum og tók að draga hann með þeim. Höfuð Ranworths kom loks í ljós yfir brúnina, og síðan herðar hans. Þeir drógu hann eftir ísnum, stirðan eins og staur, þangað til komið var úr allri hættu. Þeir hjálpuðu honum yfir í sleðann. Hann var kaldur og þrekaður og ófær til að taka við stjórn. Fararstjórnin hvíldi nú eingöngu á Leslie og Guy, og milli þeirra og tak- marks fararinnar var hin hyldjúpa gjá. Hann skreið fram á blábrún. , ísinn hélt honum enn. XVI. 6)áln. — Heyrðu! hrópaði Leslie. Petrovitch- hefur annaðhvort farið fi’amhjá gjá þessari eða yfir hana. Við nálgumst nú. þær slóðir, er hann hefur farið áður en við fundum hann. Því ekki að spyrja hann, hvort hann kannist við þessan stöðvar? Drengirnir spurðu nú Rússann á lé- legri skólafrönsku. Petrovitch svaraði, að eftir því, sem hann bezt vissi, hefði hann ekki farið yfir neina gjá. En ef sleðimr færi meðfram þessu hættulega svæði nokkurn spöl, kynni hann ef til vildi að rekast á fyrri slóð sína. — Reynum þá að komast af stað, pilt- ar! hrópaði Guy og greip stýrið. Sleðinn beygði til hliðar og rann hratt yfir hinn hála og harða ís. Guy svipaðist vandlega um, sérstaklega í áttina til hinnar geigvænlegu huldugjáar vinstra megin við þá. Skyndilega þreif Petrovitch í öxl hans. — Hérna var það, sem við fórum, hrópaði hann. Ég þekki aftur þenna hól þarna, sem likist hundshaus. — Þá hafið þið farið yfir gjána, án: þess að vita um það, sagði Guy. Sjáið þér til. Hún liggur enn lengra. Rússinn yppti öxlum. — Kannske, sagði hann. Að minnsta kosti hélt hún okkur, og þá er allt fengið. Ég er hræddur um, að ekki sé allt fengið með því nú, svaraði Guy. Það er deginum ljósara, að hún ber ekki þunga sleðans og okkar. Upp á hverju viljið þér stinga? — Við erum ekki langt frá félögum mínum, sagði Petrovitch. Ég sé að þið hafið riffil. Hví þá ekki að skjóta nokkr- um skotum og láta þá vita, að við séum í nánd? — Það hjálpar okkur ekki mikið, sagði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.