Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 49
BÓKMENNTIR 143 þrotlausa leit að hinni yfimáttúrlegu feg- urð er ef til vill eins og Edgar Allan Poe bendir á, frumregla og megineinkenni allra mikilla ljóðskálda. Guðmundur Guðmundsson var á hröðu framfaraskeiði sem skáld, og hann eign- ast svo hlý ítök í hjörtum þjóðarinnar, að hann varð almennt harmdauði er hann féll frá á miðjum aldri árið 1918. Kvæði hans munu lengi halda áfram að verða öllum ljóðvinum hugþekk og prýöi í hverjum bókaskáp. Bækur Menningarsjóðs. . Cajus Julius Cæsar; Bellum Gal- licum eða Gallastríð. Páll Sveins- son þýddi. Menningarsjóður hefir sætt nokkrum ákúrum fyrir að hafa gefið út rit þetta, og hefir það helzt verið fundið til, að íslenzkri alþýðu mundi ekki þykja all- fjörugt aflestrar þetta stórfræga rit Cæ- sars, en hinsvegar lægi það á öðrum tungum alls staðar opið fyrir þeim fræði- mönnum, sem um það vildu hirða, og væri enda lesið í frumriti í flestum menntaskóium heimsins og því ástæðu- laust að eyða fé og fyrirhöfn í að gera það aðgengilegt íyrir alþjóð. Ég get á engan hátt fallist á þessa skoðun. Rit, sem þykir það gott, að sjálfsagt er talið að láta æskumenn, sem sérstaklega á að temja til menntunar, lesa það, getur naumast verið ofvont fyrir alþýðu manna. Fleiri geta haft gott af þvi að komast í kunningsskap við Cæsar, en þeir, sem hafa tíma eða tækifæri til lat- ínunáms. Það er sönnu nær, að vér eig- um allt of lítið af þýðingum hinna klass- isku rita, en of mikið. Og að óttast það, . að þjóðin sé nú hætt að nenna að lesa merkileg rit, finnst mér ástæðulaust að svo komnu. Það er alkunnugt, að þýðing- ar Sveinbjamar Egilssonar á kvæðum Hómers urðu vinsælar meðal alþýðu manna á 19. öld, svo hún las þær jafn- hliða biblíunni og varð gott af, enda get- ur ekkert stuðlað betur að því að við- halda með þjóðinni góðum smekk á bók- menntum, en vandaðar þýðingar sígildra rita. Er betra að lesa eina slíka bók á ári, og lesa hana vandlega, en þótt lesin sé fjöldi af lélegum reyfai-asögum, og má það naumast vansalaust heita, með- an vér eigum enn ekki þýðingar af ýms- um helztu sígildum snilldarverkum heimsbókmenntanna frá fornu fari. Hitt gæti verið álitamál, hvort ekki hefði ver- ið heppilegra, að byrja á einhverju riti Platós (t. d. Ríkinu), æfisögum Plu- tarchs eða harmleikjum Æschylosar, þótt ekki sé ástæða til að kvarta undan því, að hafa nú fengið Cæsar í íslenzkum búningi. Sennilegra þætti mér, að allir íslenzkir menntamenn fögnuðu honum, sem göml- um vini frá skólaárunum og illa kann ég lestrar- og fróðleiksfýsn íslenzkrar al- þýðu, ef .hún hefir ekki einnig gaman af að fylgja þessum mikla þjóðhöfðingja á ferðum hans um Galliu og hlýða á frá- sagnii' hans um siðu og háttu þessara þjóöa, sem nú eru fyrir löngu búnar að lifa og stríða. Vér getum af slíkum bók- um komizt í lifandi samband við forn- öldina, skynjað dynjandi gný hins löngu liðna lífs og fylgzt með i blóðugri bar- áttu þessara framliðnu þjóða. En bak við atburðina finnur maður nálægð þess milda höfðingja, sem Cæsar óneitanlega var að glæsilegum vitsmunum og skör- ungsmennsku. Það er ekkert, sem er líklegra til að geta víkkað útsýn vora yfir rúm og tíma en leiðsaga slíkra afburðamanna og Júl- íus Cæsar vax’, og að fá að slást í för með honum um myrkviði fornaldarinnar er ekkert hversdagsferðalag. Vér megum þakka bæði Menningarsjóði og þýðand-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.