Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 39
HAFI MAÐUR LÖGREGLUHUND 133 eins og hann vænti, komu von bráðar nokki’ár flöskur í ljós. »Baróninn« andvarpaði. »Þessu átti ég von á! Já, við verðum að taka þetta með okkur og síðan, — já, látum okkur nú sjá, — jú, það er bezt að þér akið til Dröbak. Ökumaðurinn klóraði sér í höfðinu. Það var óvíst að hann hefði nóg benzín. Benzín, — akið bara að næsta geymi og fyllið á reikning lögreglunnar. Ökumaðurinn hélt áfram. Hann nam staðar við stóran fallegan hvítmálaðan bæ, með verzlunarhúsi. Kaupmaðurinn kom sjálfur út. Ég er Eriksen lögregluþjónn úr leyni- lögreglunni, sagði »baróninn« og hélt hundinum þannig, að kaupmaðurinn gæti lesið: »Lögreglan í Osló« á hálsbandinu. — Ég er að leita að smyglurum. — Smyglurum? Kaupmaðurinn föln- aði. — Þér getið leitað hvar sem þér vilj- ið. Hér er ekkert að finna. — Nei, en við höfum fundið dálítið hérna í skóginum. -— í skóginum? Maðurinn varð enn hvítari. »Baróninn« leit á hann. — Hó, hó, hugsaði hann. Hin vonda samvizka brýzt út í manninum. — Tja, sagði hann upphátt, — þér getið ef til vill gefið nokkrar uplýsingar. Ökumaðurinn þarf að taka benzín, svo að við gætum kannske spjallað ögn saman á meðan. — Gerið þér svo vel! Vill ekki lög- regluþjónninn koma með mér? Kaupmað- urinn benti skjálfhentur á tröppurnar og síðan stofudymar. — Hm, þökk fyrir, því ekki það. Ég ætlaði að vísu einungis að fá nokkrar upplýsingar. Þér þekkið vitanlega vel á- etæðurnar hérna í byggðarlaginu, og eins • ■ og. þér vitið eru þær alls ekki góðar, — nú, já, — kaffi, sögðuð þér, — jú, þökk, fyrir, ég skal gjarna þiggja einn bolla. Ég fór í svo miklu flaustri að heiman og hef ekið alla nóttina, — við getum beðið með viðskiptin þangað til á eftir. Kaupmaðurinn var strax samþykkur. Honum lá ekkert á »viðskiptunum«. Það kom bæði kaffi og matur, og það var ekki slóðalega fram borið. Kaupmaður- inn veitti svínakjöt, egg og pylsu. Bar- óninn« fann smátt og smátt, að lögreglu- þjónsstaða mundi hafa ýmsa góða kosti. Hann gleymdi viðskiptunum gersamlega og leið einkar þægilega, þegar Ökumaður- inn kom og kvaðst ferðbúinn. Hann háfði líka notið góðs af gestrisni kaupmanns- ins. En hann vantaði peninga fyrir ben- zínið — Ef lögregluþjónninn ------— ? — Peninga, — mig vantar einmitt pen- inga, svaraði »baróninn« yfirlætislega. Eins og ég sagði, fór ég í svo miklu flaustri af stað, — ég var svo að segja dreginn upp úr rúminu, svo að ég hafði engan tíma, — nú, já, ég skal skrifa við- urkenningu, og svo getið þér sent hana í leynilögregludeildina — — — Kannske lögregluþjónninn vilji þiggja, — ef ég má leyfa mér —. Kaup- maðurinn var búinn að taka seðlaveskið upp úr vasa sínum. »Baróninn« brosti svo mikið, sem hann hélt að lögregluþjónn í hans stöðu mætti leyfa sér. — Tja, — þér getið sent reikning á skrifstofuna. Nú, já, látið mig hafa fimmtíu krónur. — Fimmtíu krónur —. Kaupmaðurinn varð sem snöggvast vandræðalegur. En aðeins eitt andartak. — Fimmtíu krónur. Gerið þér svo vel. — Þökk fyrir, þér getið sem sagt sett þær á reikninginn. Jæja, þá höldum við áfram, Peik. Hann greip í hálsbandið á hundinum. — Peik — heitir hann Peik? Ágætur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.