Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ló! Nei, »baróninn« hafði enga löngun til að heilsa upp á lögregluna, og hann minntist æskuatviks, þegar hann va,r þátttakandi í glæpamannaveiðum, sem fórnardýr. Hann var tekinn í skurði ein- um í hirðgöngunum. Nei, fjandinn hafi það, ekki dugði að kasta seppa yfir girð- inguna, fyrst hann var af þessu tagi. Þá greip hann allt í einu hugkvæmd, alveg dásamleg hugkvæmd. Því þá ekki að reyna? Hann ginnti hundinn til sín og gekk áleiðis að bifreiðastöðinni. — Ég er Eriksen lögregluþjónn úr leynilögreglunni, sagði hann. Ég þarf í rannsóknarferð út í Sandvík. Viljið þið aka mér þangað? »Baróninn« greip í hálsbandið á hund- inum og dró hann með sér í bifreiðina. — Allt í lagi! Bifreiðarstjórinn ók af stað. Hann var ■vanur háttsettum lögregluþjónum með hunda. Þetta var stór, hlý og þægileg bifreið. Hún rann hóglega og svæfandi eftir Drammenveginum. »Baróninn« geispaði og teygði makindalega úr sér í einu horn- inu. Seppi geispaði líka og hringaði sig á gólfinu. Og áður en varði hrutu þeir báðir í ró og næði, gersamlega áhyggju- lausir um framtíðina. — Nú erum við í Sandvík, lögreglu- þjónn! »Baróninn« þaut upp og starði æðis- lega á ökumanninn. — Lögregluþjónn! Jú, nú rankaði hann við sér. — Sandvík, — já, jú, þér getið beðið hér. Hann drattaðist út og togaði hundinn með sér. Hann varð nú að sjá sér færi á að komast brott. En ökumaðurinn kom á eftir honum. Hann hafði líka áhuga fyrir smyglaraveiðum. »Baróninn« bölvaði í hljóði, lyfti hend- inni og læddist áfram. Hann athugaði ströndina og lét hundinn þefa hér og þar. Ökumaðurinn fylgdist með öllu saman, fullur eftirvæntingar. Að lokum staðnæmdist »baróninn« og leit á ökumanninn. — Hm, þetta eru býsna slungnir karl- ar. Ég skil bara ekki... »Baróninn« horfði hugsandi út yfir sjóinn. Allt í einu studdi hann fingri á enni sér og blístraði. — Auðvitað, — að ég skyldi ekki láta mér detta þetta fyrr í hug. Það er ljóst. — Hann dró blað upp úr vasa sínum og lézt vera að lesa það. Þegar við fáum bendingu um Sandvík, þýðir það, að leita skuli í Botnsfirði. Seg- ið mér, bílstjóri, getið þér ekið að Svartaskógi á einni klukkustund? — Já, já. ' — Ökumaðurinn opnaði hurðina á bifreiðinni. Hann var líka orð- inn fullur af áhuga, og bifreiðin sneri við og þaut inn eftir Drammenveginum. Það hlakkaði í »baróninum«. Þetta gekk þó vel. Hann þekkti sem sé stað nokkurn, og þegar hann var á smyglara- veiðum, — hví skyldi hann þá ekki veiða smyglara? Ef til vill mátti hafa meii-a upp úr þessu en næturgistingu í bifi'eið- Bifreiðin þaut áfram, og hrotur »bax- ónsins« og hvinur vélarinar runnu sam- an. »Baróninn« steinsvaf enn, þegar þeir komu að Svartaskógi. »Baróninn« brölti út. Hveniig í fjandanum átti hann að losna við ökumanninn? Hann var alltaf á hælunum á honum og gi-óf og þefaði alls staðar. »Bai’óninn« læddist gætilega inn í skógari'jóður og tók að grafa niður með gömlu, blásnu furutré. — Hvemig mundi hann komast und- an? Ökumaðurinn gi'óf líka. Hann bjóst við að finna heilan hlaða af flöskum, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.