Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 37
Peter Bendow: Hafi maður lögregluhund... Jakob Ó. Pétursson íslenzkaði. »Baróninn« var nýkominn úr einni dvöl sinni í höll nokkurri í enskum hall- arstíl, sem á alþýðumáli er kölluð »Búð- in«. Fyrstu dagarnir höfðu verið býsna þægilegir. Menn koma ekki tómhentir úr betrunarhúsi. Ríkið greiðir kaup fyrir vinnu, einnig þá, sem unnin er i fangelsi, en því miður ganga slíkir spariskildingar fljótt til þurrðar, þegar glaðzt er með gömlum vinum. Nú var »baróninn« fé- laus. Hann varð því að vinna, og nú þeg- ar hafði hann reynt tvennt: að vera kauplaus háseti á skipi og berklasjúk- lingur með vondan hósta. En á ömurlegum, þokufullum nóvem- berkvöldum, þegar kuldinn er bitur, hugsar fólk aðeins um að komast heim. f>að leið á nóttu. Göturnar tæmdust smámsaman, og síðustu nætursvallararn- ir reikuðu heimleiðis, — jafnvel götu- drósirnar hurfu. Nóvembersnjórinn fraus á gangstétt- unum, og »baróninn« sveið í andlitið af ísköldum úðanum, þar sem hann ráfaði eftir veginum, sem liggur til Drammen. Hann ók sér og bretti frakkakragan- um upp yfir eyrun. Það var nokkurnveginn nýr og næsta snotur frakki, keyptur í fatabúð á Nýja- torgi, rétt eftir að »baróninum« var sleppt lausum. Kuldi og fordild höfðu til þessa hindraö »baróninn« í að breyta frakkanum í brennivín. Hundur kom trítlandi á móti honum og nasaði í ýmsar áttir. Hann þefaði einnig af »baróninum«. — Jæja þá, ja-jæja, karlinn. »Barón- inn hafði gaman af hundinum, og þetta var reglulega fallegur hundur með úlfs- eyru og þróttmikinn skrokk. »Baróninn« og hundurinn áttu samleið eftir Drammenveginum, fram hjá verzl- unarbyggingunni. En að lokum varð »baróninn« þreyttur. Nú tók hann fyrir alvöru að hugsa til náttstaðar. Einhvers staðar hlaut að vera dyra- þrep eða því um líkt. Það var of langt til tigulgerðarhúsanna, — og svo gat hugsast, að einhvers staðar væri eitthvað að »finna«. En hann varð að losna við seppa. Samt sem áður — hvolpa rekur maður ekki frá sér að nauðsynjalausu. Hvolpar hafa ekkert að vanrækja og geðjast að góðum félagsskap. Seppi lagði undir flatt, dill- aði skottinu, og sýndi ekkert farafsnið á sér. »Baróninn« bölvaði. Hann þreif í háls- bandið á hundinum og ætlaði að kasta honum yfir girðinguna, inn í refarækt- arlóðina í Sumargötu. En hann hikaði við. Gaman að vita hver á skepnuna. Ef til vill væri hægt að vinna fyrir fundarlaun- unum. Hann kipptist við. »Lögreglan Oslo«, var letrað á hálsbandið. Lögreglan í Os- 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.