Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 22
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þeim tilgangi að senda konunglega vís- indafélaginu skýrslu. Það er satt, já, meðan ég man, — þessi vísindalegu skjöl liggja undir svefnpokanum mínum. En það er raunalegt, að þetta skyldi ekki vera jarðhræring. — Það finnst mér líka, sagði Ran- worth. Það mundi hafa sparað mér langa ferð. Hann greip pappírsörk, sem lá á borði í klefanum og skrifaði upp ofurlítið dæmi. Eftir frásögn Claudes höfðu lið- ið um sjötíu sekúndur milli glampans og hvellsins. Fjarlægðin mundi því vera fullar fjórtán enskar mílur. Síðan tók hann sér stöðu með áttavita úti fyrir kofanum, sem bróðir hans hafði bent á. Hann tók því næst sjónarmið yf- ir klofna fjallstindinn og fann á þann hátt í hvaða átt strandstaður loftfarsins var. Þegar O'Donovan tilkynnti, að hann hefði lokið undirbúningi sínum, vbru hinir sjö menn úr leiðangri Claude Ren- worths og Rússinn Dmitri fluttir að snjókofanum. Síðan lagði sleðinn af stað i nýja ferð til að bjarga hinum strönduðu farþegum úr loftfarinu. Það var heppilegt, að Ranworth skyldi spyrja bróður sinn um sprenginguna. Nú losnaði hann við að snúa aftur, þangað til Petrovitch fyndi slóðina. Hann vissi ennfremur, að Rússinn hafði ofmetið fjarlægðinu að miklum mun. í stað þess að vera sextíu enskar mílur frá Desolation Inlet, var hið strandaða loftfar hérumbil fimmtíu mílur frá þeirri höfn og fjórtán frá búðunum. Áður en sleðinn var kominn hálfa enska mílu frá búðunum, fór hann fram hjá breiðum flóa á vinstri hönd. Hann var allur lagður; aðeins á stöku stað hafði ísinn brotnað undan eigin þrýsting og hlaðist upp í óreglulegar hrannir. Kringnm vakirnar lágu selir í þúsunda- tali. Leyndardómurinn, hvernig leiðang- ur Claude Ranworths hafði náð sér í sel, varð nú uppvís. — Það var leitt, að við vissum þetta ekki fyrr, sagði Leslie. »Polarity« hefði getað komið miklu nær búðunum. — ísinn er of þykkur til þess, sagði Ranworth. Auk þess er flóinn við norð- urströnd Nova Cania. Þú verður að gæta þess, að suðurströndin og meginið af vesturströndinni á þessari miklu eyju hafa verið nægilega vel rannsakaðar. Þrisvar sinnum varð að nota hjólin vegna þess að landið var óslétt. Allt í einu sneri Ranworth stýrinu svo snöggt, að sleðinn fór í knappan hálf- hring á ísnum. -—- Stöðvaðu- skipaði hann. Leslie hlýddi óðar. Þótt honum væri forvitni á að vita ástæðuna fyrir þessum duttlungum foringjans, spurði hann eink- is. — — Komdu með kaðalhönk, Guy, sagði Ranworth. Ef svo er, sem mig grunar, þá er ísinn þunnur fyrir framan okkur. Það þarf sannarlega að athuga hann. Guy kom með kaðalinn. Ranworth brá lykkju á annan endann og lét hana renna niður yfir höfuðið og herðarnar. — Nú verðið þið allir að hjálpast að við að gefa kaðalinn eftir. Haldið hon- um hæfilega slökum, en takið óðar í, ef ég kalla, hélt hann áfram. Þegar Ranworth hafði endurtekið skip- unina á frönsku fyrir Rússann, tók hann að fika sig út á hinn viðsjála ís, sem stakk í stúf við ísinn umhverfis að lit og yfirsýn. Hann lá frá suðaustri til norðvesturs, svo langt sem augað nam. Til þess að komast hjá hættunni, mundi verða nauðsynlegt að taka á sig stóran krók. Ranworth hélt áfram og pjakkaði í ís-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.