Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 36
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR menn. Slíkar skoðanir dæma sig sjálfar, en Jjó virðast mér þær eitt hið algengasta fyrirbrigði í stjórnmálum, bókmenntum og ræðustólum þann dag í dag, hvað þá heldur annars staðai'. Þetta er tízka, en hún kemur þeirri þjóð og þeirri öld, er setur hana í öndvegi, í koll á sínum tíma. Að hundrað árum liðnum. Forseti efnafræðingasambandsins í U. S. A. (Bandaríkjunum), Mr. Thomas Midgley, hefur nýlega skýrt frá, hvemig umhorfs muni verða í heiminum að hundrað árum liðnum. Munu margir telja spádóma hans höfuðóra eina. Enda er enginn skyldur að trúa þeim, frekar en hann sjálfur vill. En alltaf er gaman að sjá og heyra, hvað mönnum getur dottið i hug: Það fyrsta, sem maður gerir á morgn- ana árið 2085, um leið og maður opnar augun, er að fá sér »ofurlítið tár«, sem á einni sekúndu gerir mann glaðvakandi. Svo fleygir maður af sér yfirsænginni, sem er aðeins fáein grömm að þyngd, og hendir henni í pappírskörfuna. Og svo er hún þvegin. Þá notar enginn tannbursta. Allir nota þá einskonar »munnvatn«, sem heldur tönnunum alveg hreinum og styrkir lík- aman samtímis. Þá notar enginn rakhníf eða rakhefil framar. Karlmenn smyrja á sig einskon- ar vökva — og að fimm sekúndum liðn- um er skeggið horfið. Árið 2035 verða hænuegg eins stór og fótknöttur. Hænsni eru þá fóðruð á hor- món og verða þau þá eins stór og svín, og svínin á stærð við kýr, og kýrnar eins stórar og fílar! Þá verður tveggja stunda vinnudagur, og í frítímum sínum ferðast menn þá á milli reikistjamanna. I þann mund munu efnafræðingarnir hafa skapað vatn á Marz og andrúmsloft á Venus. Þá verður gaman að lifa! Merkileg berklalœkning. Fyrir skömmu var merkileg tilraun gerð á tilraunastofu í Hollywood. Ofur- lítill api var frystur til dauðs og síðan endurvakinn til lífsins. Var það efna- fræðingurinn dr. Ralph F. WHlard, sem tilraunina gerði, að viðstöddum fjölda blaðamanna. Apinn var lokaður inni í frystiskáp í tvo daga, og hafði áður verið sprautað í hann natríum-sítrati, svo að blóðið skyldi ekki storkna í æðunum eða grein- ast sundur. Síðan tók Willard apann út úr skápn- um, og var hann þá beinfrosinn og harð- ur eins og steinn. Var fjórum sinnum dælt inn í apann hormóni úr ýmsum hlut- um hypofyse-blöðkunnar. Við fyrstu sprautuna opnaði apinn munninn, við aðra fór hann að hreyfa sig; við þriðju sprautuna fór apinn að hósta og reyndi að setjast upp. Og við fjórðu sprautuna lifnaði apinn til fulls og glápti undrandi á allt fólkið í kringum sig. Apinn hafði verið berklaveikur. Til- gangurinn með tilraun þessari var sá, að komast að raun um, hvort berkillinn þyldi þessa meðferð eða ekki. Þegar blóð apans var rannsakað eftir á, fannst þar ekki minnsti snefill eftir af berklavotti. Dr. Willard ætlar sér að endurtaka til- raun þessa. Að nokkrum árum liðnum býst hann svo við að gera samskonar til- raunir á mönnum. Hafa þegar allmargir boðið sig fram af frjálsum vilja, til að ganga undir próf þetta. (H. V. þýddi).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.