Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 45
NYTJAJURTIR
139
sýna bezt, hve örðugt uppdráttar sykur-
ræktin á í Evrópu. Engu að síður er hún
alhnikil, og hafa mörg Evrópuríki stutt
hana með innflutningshöftum og vernd-
artollum, sem auðvitað gera vöruna
dýrari en ella. Um miðja 19. öld var öll
sykurframleiðsla heimsins aðeins 1 {/>
miljón smálesta, en var 1933 23,1 milj.
smálesta. Hversu mikið af heimsfram-
leiðslunni hefur verið rófusykur sýna
eftirfarandi tölur. 1853 14%, 1897
66,1%, 1920 21,3%' og 1933 33,6%. —
Neyzla fárra vörutegunda hefur aukizt
jafn stórkostlega, enda má segja, að syk-
ur sé flestum fæðutegundum fremur al-
mennings eign.
Enda þótt talað sé um reyrsykur og
rófnasykur, þá er þetta sama varan. —
Efnasamsetning er algerlega hin sama,
■og vinnsluaðferðir á margan hátt svipað-
ar.
V. Iðnplöntur.
Svo nefni ég einu nafni þær plöntur,
sem gefa af sér einhver þau efni, sem
notuð eru til iðnaðar án þess að vera um
leið neyzluplöntur, eins og t. d. sykur-
plöntumar, sem eru samtímis iðnaðar-
og neyzluplöntur. Sennilega er enginn
flokkur nytjaplantnanna fjölskrúðugri og
sundurleitari en iðnplöntumar. En hér
verður aðeins um sáralítið úi-val að ræða.
Ég nefni aðeins þrjár deildir iðnplantna:
Vefjartfíönt-ur, gúrmniplöntur og smíða-
við.
1. Vefjarplöniur.
Vefjarplontur nefnast þær tegundir,
sem úr er unnið efni, sem spunnið verður
og ofið. Vefjarefni plantnanna eru
tvennskonar: fræull og bast. Fræullin vex
eins og nafnið bendir til út úr fræjum
eða aldinum plantnanna. Ilún er mjög
misjöfn að lengd og seigju háranna, einn-
ig er lögun þeirra oft mismunandi. En
hlutverk fræullarinnar er ætíð hið sama:
að dreifa fræjummi út um víða veröld.
Vindurinn grípur í hárin og flytur fræin
með sér. Af íslenzkum plöntum, sem hafa
fi-æull, má nefna fífil, fífu og dúnurt. —
Fræull fífunnar var um langan aldur
notuð í lampakveiki, meðan lýsislamparn-
ir voru enn í notkun, einnig var henni
safnað í dýnur og kodda.
Bastið eru langir og seigir þræðir, sem
liggja eftir plöntustönglunum endilöng-
um og veita þeim styrk og festu. Þræðir
þessir eru mjög sveigjanlegir, en í þeim
fastara og sterkara efni en stöngulvefn-
um kringum þá. 1 trjáplöntum er oft
einnig bast, en þá liggur það innan í
berkinum utan á við trésins. Bæði bast
og viður nefnast einu nafni styrktarvef-
ir plantnanna.
a. Baðrrmll (Gossypium).
Baðmullin er iangmikilvægust allra
vefjarefna úr jurtaríkinu. Hún er fræ-
ull baðmullarplantnanna, en svo nefnast
einu nafni allmargar náskyldar tegundir
af ættkvíslinni Gossypum. Leikur tala
þeirra mjög á reíki, og eins stofntegund-
anna, sem þær eiga kyn sitt að rekja til.
Sumir telja þær um 20, _en aðrir segja
að 40 sé nær sanni, og fer það eftir því,
hvað talin er sjálfstæð tegund og hvað
afbrigði. Öllum er þeim það sameigin-
Iegt, að það eru allstórar jurtir eða runn-
ar, eru flestir þeirra nokkrir metrar á
hæö, með handskiptum blöðum og gulum
eða rauðleitum blómum. Aldinin eru all-
stór, og í hverju þeirra er fjöldi fræja,
sem öll eru með löngum hárum. Nokkuð
er þó háralengdin misjöfn, frá 1—4 cm.
og fer það eftir teg-undum. Baðmullin er
talin eftir því betri, sem hárin eru lengri.
Baðmull þrífst ekki nema í heitum
löndum. Ræktunafsvæði hennar er belti.
sem nær 30—40° norður og suður fyrir
miðjarðarlínu. Auk hitans þarf hún all-
18*