Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 32
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sál sinni við, eins og kaffipoka er snúið, áður en nýtt kaffi er lagað á könnunni«. Ég sagði fátt, en hlustaði því betur. Ég hafði lítið gleypt af heiminum og lang- aði ekki svo mjög í afganginn, en ég von- aði þó, að ef til vill tækist mér að snúa mínum kaffipoka við með góðri hjálp Halldórs, áður en langt um liði. Næsta dag var varið til þess að nema þær siðareglur, »etikettur«, af Halldóri, sem þurfti til þess að ég gæti gengið fyr- ir ábótann og matazt með munkunum og gestum klaustursins, en þeir voru flestir franskir og sumir af mjög háum stigum. Frakkar eru taldir mög siðavandir og allra manna kurteisastir og fágaðastir' í framgöngu, og var því hætt við, að bóndason, alinn upp í lélegum torfbæ í íslenzkum afdal, kynni að stinga all-á- takanlega i stúf við þennan skara. Auk þess eru ýmsir siðir, sem menn verða að hlýta vegna klausturreglanna sérstak- lega, og var því ærið verkefni fyrir höndum, en kennarinn var ötull og nat- inn. Ennfremur byrjaði ég þegar að nema frönsku af Halldóri, en áður hafði ég aðeins tekið fáeina tíma, og satt bezt að segja hef ég aldrei komizt niður í mál- inu. Meðal annars lærði ég að handleika hníf og gaffal á franska vísu; ætti ég því að vera allra manna bezt fallinn til að snæða með höfðingjum, ef svo hrapallega hefði ekki tekizt til, að ég hef átt þess lítinn kost að halda þeirri fögi*u mennt við síöan, og hef fyrir löngu tekið upp gamla lagið aftur. Að morgni ánnars dags snæddi ég fyrstu máltíöina með munkunum og gekk fyrir ábótann. Viö dyr hins mikla borð- sals kom hinn heilagi faðir á móti mér. Við hlið hans stóð munkur með mund- laug í höndum, handþurku og vatnsker. Hellti ábótinn vígðu vatni úr kerinu yfir herdur mér og þerrði þær síðan sjálfur. Að því búnu átti ég að krjúpa á annað knéð frammi fyrir honum og kyssa inn- siglishring klaustursins, embættistákn á- bótans, er hann bar á baugfingri hægri handar. Ég hafði maldað í móinn við Halldór, er hann skýrði mér frá þessum sið, og talið það lítt samboðið afkomenda hinna fornu norrænu víkinga að lúta svo lágt fyrir rómönskum manni, en Halldór kvað mig ekki lúta manninum, heldur hinu helga embætti hans og virðu- leik hinnar einu og sönnu kirkju, og tók ég þau rök gild, enda ekki annars kost- ur, og skyldi ég gjarna gera það aftur, ef þörf kræfi, þvi aö lífið hefur kennt mér, að jafnvel norrænir víkingar ei*u ekki of góðir til að brjóta odd af oflæti sínu. Klaustrið er hin mesta og vegleg- asta bygging. Húsið er reist í fjórunr álmum og umlykja þær alveg allstóra og djúpa tjörn í miðjum húsagarðinum; er törnin í steinþró og stétt umhverfis og lágt en traust steinhandrið á þróarbörm- unum. Húsið er fjórar hæðir ofanjarðar, auk turna, og er einn þeirra, kirkju- og klukkuturninn, geysihár. Öll er bygging- in stílhrein og fögur, fátt um skraut og íburð, annað en dýrlingalíkön og aðra helga dóma. Rafmagnskerfi, miðstöðvar- hiti og vatnsleiðsla er um allt húsið og gólf í íbúðarherbergjum dúklögð en ann- ars staðar lögð flísum úr góðviði eða steintegundum. Munkar þeir, sem ganga um beina í borðsalnum, renna á undan sér skutilborðum með borðbúnaði og rétt- um þeim, sem fram eru reiddir, svo sem tízkast á nýtízku matsöluhúsum. Eldhús- ið er búið hinum fullkomnustu tækjum. í matsalnum sitja munkarnir í einsettri röð við borð meðfram hliðarveggjum, borð ábótans er fyrir stafni og róðukross mikill með kristlíkani á veggnum að baki honum. f miðjum salnum matast gestim- ir; sitja þeir beggja vegna við eða allt í kringum langborð mikil.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.