Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 10
104 NÝJAR KVÖLDVÖKUR lium og rafmagnsgreining. í bænum 'Germiston nálægt Jóhannesarborg eru stærstu hreinsunarstöðvarnar. Þar er sagt að á mánuði hverjum séu malaðar 2milljónir tonna af málmgrjóti. Þar sem námurnar eru stöðugt grafn- ar dýpra og dýpra, hefur burðarþol jarð- laganna í kring orðiö mikilsvert viö- fangsefni í Jóhannesarborg. Alltaf við og við koma þar smájarðskjálftar, þegar gömul námugöng síga saman, en hættan fer stöðugt vaxandi, enda þott jarðlögin, sem námurnar eru grafnar í, séu sterk. Reynt hefur verið að draga úr hættunni með því að steypa, sementssúlur og fylla gömul námagöng með sandi. 1 námum þessum vinna um 200000 »innfæddir«, þ. e. litaðir menn, og 20000 hvítra manna. Duglegustu verkamenn- irnir eru svertingjar frá nýlendum Portúgals í Austur-Afríku. Leita þeir til Transwaal í stórhópum, enda þykir eng- inn maður með mönnum þar heima, hafí hann ekki verið gullnemi urn skeið. Eng- inn verkamaður er . tekinn í nánlurnar nema eftir undangengna læknisskoðun. Fyrst í stað er þeim ekki hleypt niður i námurnar, heldur vinna þeir ofanjarðar og búa þar í stórum skálum og fá sér- staklega nærandi og fjörefnaríka fæðu, sem á að gera þá hæfa til að þola hina sérstaklega erfiöu námavinnu. Nú á síðari árum hafa oft verið þar verkföll. Einkum kvað mikið að því 1922. Lá þá við byltingu. Vegna þessara erfið- leika við-svertingjana var reynt á tíma- bili aö flytja Kínverja þangað. En þeir reyndust enn óþjálli og almenningsálitið var einnig mjög mó.tfallið þessum inn- flutningi, svo að valdhafarnir neyddust til að senda Kínverjana heirn aftur. Gullnám í Afríku er æfagamalt, Til vitnis um það eru rustir frá forneskju, er finnast í Suður-Rhodesíu við Khami og Zimbawbe. Eru rústir þær frægar orðnar því að mælt er að þær hafi gefið enska skáldinu Rider Haggard hugmynd- ina í söguna »Námar Salomons« og fleiri sögur af líku tæi. Rústir þessar, sem nú eru mjög teknar að hrörna, eru veggir breiðir, turnar og tröppur, allt hlaðið úr granít og með ýmsu steinskrauti. Skraut- munir úr gulli og steinstyttur hafa einn- ig fundizt þar. Enn í dag er lítil gull- náma rétt við rústirnar í Khami. Ýmsar minjar hafa fundizt um gullgröftinn til forna. Þarna eru alldjúp námagöng og gryfjur. Einnig finnast þar víða granít- skálar, sem málmgrýtið hefir verið mul- ið í og tálgusteinsdiglur, sem notaðar voru til að bræða gullið í úr grjótinu. Þrátt fyrir nákvæmar rannsóknir vita menn ekkert um aldur þessara rústa og náma, því að engar áletranir hafa fund- izt þar. Samt þykjast menn þess fullviss- ir að svertingar hafi ekki verið þar að verki. Sumir halda að þetta sé verk Fön- íkumanna hinna fornu, og að Salomon konungur hafi í raun og veru fengið héðan allt það gull, sem hann þurfti til musteris síns. Aðrir halda áftur á móti að persneskir og arabiskir kaupmenn hafi numið þarna gull, því að víst er það, að þeir höfðu mikil skipti við Afríku löngu áður en Portúgallar komu þangað. Sigldu þeir þangað skipum sínum með staðvindunum, en létu monsúnvindinn knýa fley sín heimleiðis. Höfðu þeir þannig byr báðar leiðir. (Framhald). Byggingameistari einn var nýskeð orð- »nn riddari af Dannebrog. Skömnui seinna var hringt í sima og spurt eftir byggingameistaranum. — Nei, riddarinn er ekki heima! var svarað. — Það er riddarafrúin, sem tal- ar!

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.