Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 33
ÞEGAR ÉG VAR í MUNKAKLAUSTRI 127 Er þar oft margt gesta, er koma þang- að úr öllum áttum til þess að leita sálum sinum friðar og taugum sínum styrktar eftir skarkala og hringiðu stórborgar- lífsins, í kyrrð fjallanna og helgi klaust- ursins. Fæðið er óbrotið, en mjög lystugt • og kjarngott, allt framleitt á búi klaust- ursins, því að munkarnir reka stórbú, rækta bæði vín og korn, kvikfé og ali- fugla. Nóg mjólk, egg, smjör, brauð og ostar eru á borðum, ennfremur oft kjöt •og kálmeti, að því ógleymdu að létt vín eru drukkin við allar máltíðir, og sterk- ara vín skenkt þeim, sem vilja, á helgi- dögum, en þeir eru margir í kaþólskum sið, sérstaklega þó um þetta leyti árs, páskana. Aldrei sá ég þó vín á nokkrum manni, sem kallað er. Munkarnir sjálfir neyta fábreyttari og fátæklegri fæðu en gestir þeirra og þjóna sér sjálfir til borðs, en skiptast á um að þjóna gestun- urn; þurfa þeir aldrei að rétta hendi eft- ir nokkrum hlut á borðinu, ef þeir vilja, því að auðmýkt og kurteisi munkanna tekur fram kurteisi hinna hirðvönustu þjóna. Aður en gengið er til borðs standa all- ir um stund að baki stólum sínum og drúpa höfði í bæn, hneigja sig síðan í áttina að róðukrossinum, gera fyrir sér krossmark og setjast fyrst í sæti sín að þessu loknu. Engir mega ræðast viö í salnum, en hvísla aðeins ef brýn nauð- syn ber til. Einn munkanna situr »þular- stóli á« og les hátt rit einhvers kirku- föðurins, ýmist á latínu eða frönsku, og jafnvel fræðirit um veraldleg efni eða fræg skáldrit, meðan á máltíðinni stend- ur, en allt er,það lesið með mjög hörðu lestrarlagi, er líkist tóni eða gregorskum söng, nema miklu hraðari en við eigum -að venjast. Þegar ég gekk út úr salnum að mál- tíðinni lokinni, dýfði einn munkanna hendi sinni í ker með vígðu vatni, sem er þar á súlu við dyrnar, eins og raunar al- staðar. Skyldi ég drepa fingrum mínum á vota góma hans og signa mig síðan. Sagði Halldór mér, að þetta væri algengt kurteisis- og velvildarmerki meðal þeirra, og sá ég síðar að svo var. Munkarnir ganga snemma til hvílu, eða klukkan 10 að kveldi, en rísa árla úr rekkju, eða ekki síðar en kl. 3—4 að nótt- urn; hefja þeir þá sálumessu, eða Vigi- líus. Sumstaðar hve sálumessan, nátt- söngurinn, sunginn kl. 2 að nóttunni að vetrinum. Annars er deginum skipt í sjö tímabil með helgum tíðum, eða hina svo- kölluðu sjö kanónisku tíma. Fyrst er ó 11 u s ö n g u r i n n um dagmál, P r í m a við sólris, T e r t i a kl. 9, S e k s t a kl. 12, N ó n a kl. 3, V e s p e r eða kveld- messa kl. 6 og C o m p 1 e t o r i u m um háttatíma. Við þetta bætast hinar eigin- legu messur, sem sungnar eru af hinum prestvígðu munkum. Þegar ég vaknaði siðari hluta nætur, gat ég oft greint óm- inn af söng munkanna, er barst frá kirkjunni upp gegnum hvelfingar klaust- ursins, en sjaldan hafði ég hörku til að rísa úr rekkju og ganga til tíða á þessum tíma sólarhringsins. Þó gerði ég það nokkrum sinnum. Annars þurftum við gestirnir ekki að hlýða á messu nema tvisvar á dag, ef við kærðum okkur ekki um það. En ég verð að segja það, að þótt hinar kaþólsku messur breyttu engu um trúarskoðanir mínar, höfðu þær þó á mig sterk og dulmögnuö áhrif, sem ekki verð- ur lýst. Það er undarleg sýn að sjá munkaskarann tilbiðja guð sinn og syngja honum lof með hinum undarlega, tilbreytingarlausa en fagra gregorska söng, sem haldizt hefur óbreyttur frá því fyrst á miðöldum á dögum Gregoríusar mikla. Messuskrýddir klerkar standa þrír •saman fyrir háaltari kirkjunnar og syngja fyrir; fyrir öðrum ölturum er og sungið, en munkaskarinn, er situr í þrí-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.