Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 42
136 NÝJAR KVÖLDVÖKUR biblíunni og hinum grísku fornritum. — Ekki vita menn þó með vissu, hver séu fyrstu heimkynni olíuviðarins, en haldið er, að þau séu í Austurlöndum, og hann hafi flutzt þaðan til Miðjarðarhafsland- anna. Þaðan hefir hann verið fluttur til ýmissa landa í Ameríku, en ekki náð þar verulegri útbreiðslu. Aldin olíuviðarins, olífurnar, eru mjög feitirík, einkum ald- inkjötið. Nokkurs er neytt af þeim hrá- um, en aðallega er þó olíaii fergð úr þeim. Hið bezta af henni, sem fyrst er fergt úr aldinkjötinu, er eingöngu notað til matar, líkt og smjör hjá okkur. Hið lakara er notað til áburðar á vélar, eða sem Ijósmeti. Olían eða viðsmjörið er mjög mikilvæg verzlunar- og framleiðslu- vara margra Miðjarðarhafslandanna. d. Hnetur. í verzlunum hér fást ýmsar aldinteg- undir undir nafninu hnetur. Einkum eru það þrjár tegundir, sem hér er um að ræða: heslihnetivr, valhnetur og parahnet- iir. _ Heslihnetan er aldin heslwiðaHns, sem vex villtur víða um Norðurlönd. Hann er fremur smávaxinn og ekki fjarskyldur hjörtdðmi. Heslihneturnar eru bragðgóð- ar og nærandi, því að um 80% af efnis- magni þeirra er feiti. Valhnotin er ekki eiginleg hneta, held- nr er hún steinninn úr aldini hnottrésins, sem vex villt víðsvegar um Asíu, og ber þroskuð aldin um mestan hluta Evrópu, ög er ræktað þar víða, einkum við Mið- jarðarhafið. Auk þess, sem fræið er etið, er olían fergð úr því og notuð til iðnað- ar, t. d. í hina fínustu olíuliti. Hnottréð gefur einnig af sér ágætan smíðavið. Parahnetur eru fræ tveggja suðurame- rískra trjátegunda. Liggja þær 10-—20 saman innan í hörðu aldinskurni. Hér mætti einnig geta numdlanna, sem eru fræ möndlutrésins, en það er sömu ættar og plóman og kirsiberið. Möndlu— tréð er ættað frá Mið-Asíu, en hefir bor- ist þaðan víða um lönd, en er einkum ræktað við Miðjarðarhafið. Möndlurnar eru aðallega tvennskonar, beizkar og sæt- ar. í beizkum möndlum er sterkt eitur- efni, sem nefnist blásýra, en sjaldan er svo mikið af henni að það saki, -þótt lít- ils sé neytt af möndlum. Hinsvegar get— ur verið varasamt að eta mikið af þeim í einu. Úr möndlum er einnig unnin olía, sem notuð er í fegrunar- og læknislyf og til sápugerðar. IV. Sykurplöntur. Eins og oft hefur verið getið í undan- farandi köflum geta plöntumar skapað sykur. Svo má segja, að allar plöntur skapi hann, þegar eftir að þær hafa náð kolsýrunni úr loftinu. Margar geyma hann síðan sem forðanæringu til seinni tímans t. d. flestir ávextir, en aðrar neyta hans jafnóðum, eða breyta honum í mjölvi eða önnur efnasambönd. Jafnvel þótt plönturnar geymi sykur sem forða- næringu, er sjaldan svo mikið af honum, að svari kostnaöi að vinna hann úr plönfc- unni. Þær einar plöntur, sem eru svo sykurauðgar, að sykur sé úr þeim unninn til neyzlu, kallast sykurplöntur. Þær eru sárafáar: syhurreyr, sykurrófa, sykiir- htynur og nokkrar pálmategundir. Aðeins tveggja hinna fyrsttöldu verður getið hér, enda eru þær langmerkastar sykur- plantnanna. Sem dæmi þess, hve sykur- vinnslan gengur ört, má geta þess, að talið er að sykurrófan vinni nálægt tveimur gr. sykurs á dag, helmingur þess gengur til fæðis plöntunni, en hitt fer niður í rótina til geymslu. a. Sykurreyr (Sacchanun officinamm) - Sykurreyrinn telst til grasættarimiar. Hann er næsta stórvaxinn, 2—4 m. á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.