Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 13
ÆFINTÝRI OR ÍSHAFINU 107 XIII. TU aðstoðar. Hvernig líður Aubrey Hawke? spurði Ranworth meðan þeir bjuggust til farar. — Heldur illa, svaraði Travers. — Hm, — það er slæmt. Ég er hrædd- ur um, að ég verði að biðja um aðstoð jþína einu sinni enn, Leslie. — Mér þykir vænt um 'að mega vera með, svaraði drengurinn, og augun ljóm- uðu af gleði. — Það er nú raunar ærið nóg af' því góða eftir alla hrakningana, sýnist mér. — Ég finn ekki neitt til þeirra, svaraði Leslie. En hvað um Guy? Má hann koma með okkur líka? —• Ef hann vill, sagði Ranworth. Það er gott að hafa einhvern, sem getur hvílt okkur. En hertu ekki að honum, ef hann langar ekki. Ég get fengið Baker eða Long til að hjálpa þér. — Hvað heldurðu mig vera? spurði Guy önugur, þegar Leslie augnabliki síð- ar talaði við hann um málið. Þegar þú ferð með, vil ég auðvitað líka vera með. Eru það ekki bara fjörutíu og fjói*ar enskar mílur? Vélsleðinn fer það eins og ekkert sé. — .Já, vissulega, svaraði Leslie hlæj- andi. En veiztu, að við eigum að fara svo fljótt, sem hægt er. Hefurðu heyrt, að við höfum verið tveim dögum lengur en við hugðum. Það er fimmtudagur, en ekki þriðjudagur. —■ Mín vegna gæti gjarna verið mánu- dagur, sagði Guy. Þessi miðnætursól ruglar mig gersamlega. Ég er ckki að kvarta yfir því, — síður en svo. Ég vona einungis, að við þurfurn ekki að liggja hér í sex mánaða náttmyrkri. Það hlýt- ur að vera hræðilegt. Tæpum þrem stundum eftir komu vél- sleðans til Desolation Inlet, fór hann aft- ur af stað. í þetta skipti tók Ranworth •aðeins einn háseta með. Hinn nýi meðlimur hjálparleiðangurs- ins var írlendingur, Mike O’Donovan. Það var lítill, kubbslegur maður með lít- ið söðulnef, langa efri vör og rytjulegt vangaskegg. Hann var í alla staði áreið- anlegur maður, þótt hann væri fljótur að skipta skapi. Skipshöfninni á »Polarity« líkaði miður, að hann fór, því að hann hafði manna bezt haldið upp glaðværð meðal þeirra. Vélsleðinn stefndi að þröngum dal, sem lá inn í landið. Eftir honum miðum lá skriðjökull, blandaður grjóti, er hann hafði borið með sér innan frá Nova Cania. Sleðinn nálgaðist gætilega skriðjökuls- röndina. Jökuílinn rann með jöfnum halla niður í sjóinn, svo að það hlaut að vera auðvelt að komast upp, svo framar- lega sem ísinn héldi. Eins og lifandi sædýr dróst sleðinn upp úr sjónum og tók að skríða inn jök- ulinn. ísinn brakaði og gnast undan þunga hans. Rúmlega hundrað fetum frá brúninni kom sleðinn að svæði með gljáandi ís, sem endaði í brekku með stórum, slípuð- um hnullungssteinum í, þvert yfir dals- mynnið. »Við þurfum flugvél til að komast hér yfir, sagði Guy. Hvernig stendur á því, að steinarnir liggja ofan á ísnum, í stað þess að vera undir honum? Leslie vissi það ekki og spurði Ran- worth. — Þessir steinar sökkva niður um ís- inn með tímanum, svaraði hann. Allir steinarnir hafa borizt með skriðu niður á ísinn. Sjáið þið til, þeir eru nú þegar sokknir djúpt niður. Láttu sleðann hafa meiðana, Leslie, svo við getum komizt yfir þenna flata spöl. Við verðum að finna einhvern stað, þar sem hægt er að komast upp. 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.