Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 5
í AUSTFJARÐA-ÞOKUNNI 99 detta flata niður og hvarf nærri því of- an í grasið. A hól skammt frá hillti undir risavaxinn mann í þokunni. í sama vet- afngi var hann horfinn. Hann k o m ekki! Lágfóta lá hreyfingarlaus, en öll skilningarvit hennar stóðu í háspennu. — Þarna var hann aftur. Á öðrum hól í annari átt. Og nú var leiðin frjáls til fjalls. Lágfóta smaug undir barð og tók svo sprett í löngum sveig og stefndi til hraunsins. Maðurinn var horfinn. — Mórautt strik sem kólfi væri skotið. Svo stendur hún kyrr, hlerar og þefar. Þarna er hann enn, og nú á háhryggnum beint í leiðinni. Lágfóta er örugg, þar sem hún er. Maðurinn hverfur á ný, og nú verður fjallarefurinn bæði tortrygg- inn og forvitinn: Þetta er kyndugur ná- ungi! Hann er allsstaðar og hvergi. Hvað vill hann? Hvert ætlar hann? Nú líður löng stund. Maðurinn kemur ekki aftur. Lágfóta leggur niður gömlu æðurina og fer á hnotskóg. Hún læðist í stóran bug upp á hæðina, þar sem hann sást síðast. Þar er enginn. Hún hleypur í stóran sveig og læðist upp á alla hóla og börð. Hann finnst hvergi. Loksins kemur hún að hólnum, þar sem hann sást fyrst. Hún læðist upp slakkann, skríður fram yfir bunguna. Hlerar og þefar. Allt virðist öruggt þar. Hún smá-mjakar sér fram á brúnina. Trýnið, -eyrun, allur hausinn kemur upp fyrir hólkollinn. Augun, stara, stífna, og hei'linn er augnablik að átta sig á hraðboði augnanna. En á því eina stutta augnabliki bregður upp blossa og reyk og snörpum hvelli. En þann hvell heyrði lágfóta aldrei. Gulgræn augun slokknuðu skyndilega. Alveg eins og að blossinn úr byssukjaftinum hefði gert henni ofbirtu í aug-um. Hún féll skáhallt á hægri hliðina. OfurlítiII kippur í vinstra afturfæti. Svo lá hún kyrr. — Jón gamli skytta kom heim í morgun- kaffið með mórauða grenlægju á bakinu'. »Þú hefur þá loksins elt uppi bann- settan varpvarginn, Jón minn«, mælti húsfreyja og hellti í stóra kaffikrús á búrbekknum. »Það var nú hann, sem elti ndg uppi«, svaraði Jón gamli og skákaði sér niður á búrkistuna. VI. Flækingurinn. Þoka. Eintóm þoka. Grá og blaut og illhryssingsleg. Hráslagaköld og nöpur. Smalastrákarnir hríðskulfu af kulda og höfðu sig alla við að halda ánum saman í hóp. Samt sáu þeir ekki út yfir hópinn. Yztu ærnar urðu risavaxnar, gráar og gegnsæjar og hurfu að lokum út í þok- una. Jörðin var rennandi blaut, og strák- unum var ískalt á fótunum. Ærnar hristu sig og lögðust. Fjallagrösin breiddu úr sér eins og stórar greinóttar slæður. En hver gat verið að hugsa um fjallagrös núna. »Þetta er dásnotur kóngsdóttir eða hitt eð held- ur«, sagði Nonni litli í væluróm. »Ekkí vildi ég vinna til þess í sjö sumur að láta vera að bölv — tala illa um hana og fá ’ana svo kannsk’ ekki o’ná allt saman«. »Ertu nú alveg viss um það, að þú vildir haf’ana eftir allt saman«, sagði Bjössi karlmannlega. »Hver veit nema að ’ún hefði valbrá á kinninni og heljar stóra vörtu á nefinu eins og ’ún Imba gamla í Gerði«. — Og nú hlógu báðir strákarnir. Svo ráku þeir ærnar á fætur og héldu hægt í áttina ofan til Dalsins. Þeir ætl- uðu að stjaldra við í Sniðakinninni fram undir kvöldið. Hér efra var ómögulegt að vera í svona veðri.------- Neðan úr Dalnuin liggur vegurinn upp Oddana og síðan eftir hábrúninni á Langahrygg norður yfir Hálsinn. Efst á Oddakollinum er gömul hálfhrunin 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.