Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 20
114 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — Já, hér erum við, svaraði John Ran- worth, skreið inn úr g'anginum og reis upp inni í kofanum. ■ Leslie og Guy komu á eftir. Eina skíman í kofanum kom frá log- andi baðmullardruslu, sem flaut í flatri skál innan um olíu og tólg. Glampinn féll á sjö menn, sem lágu þröngt til að halda á sér hita. Þrír þeirra sváfu fast, -— hinir litu út fyrir að vera meira eða minna tilfinningarlausir. Andlit þeirra, svört af ljósreyk, voru innfallin og hor- uð. Skegg þeirra sneplótt og ógreidd. Einn þeirra tautaði samhengislaust. Ranworth skildi að lokum, að hann bað um te. Sjón þessi fyíiti Leslie og Guy hryll- ingi. Ef heimskautskönnunin kostaði þetta, var þá spilið þess vert, er lagt var undir? — Hvar eru hinir? spurði Ranworth. —Dauðir úr—skyrbjúg, svaraði Claude. Litlu síðar bætti hann við með hásri röddu: — Við erum að því komnir að deyja úr hungri. — Komið út, allir! skipaði Ranworth. Það var nauðsynlegt að tala í skipun- arróm, því að hinir ólánssömu rannsókn- armenn voru allt of kærulausir til að hirða um nokkum hlut. Ef þeir væru ekki strax fluttir úr þessu viðbjóðslega andrúmslofti og fengju góðan málsverð, mundu þeir aldrei komast aftur til Deso- lation Inlet og því síður til Englands. Mennirnir fjórir, sem vöktu, voru nú hver eftir annan teknir og hjálpað í sleð- ann. Hinir þrír voru dregnir út undir bert loft og síðan bomir að sleðanum. Sem betur fór hafði O’Donovan séð um, að hafa til sjóðandi vatn á hitunar- tækjunum tveimur, og nú var í flýti búin til súpa úr kjötseyði. Þeir, sem verið var að bjarga, gleyptu matinn svo ótt, að það varð að stöðva þá. — Leslie, sagði Ranworth. Ég er í vondri klípu. Við náðum hingað i síð- ustu forvöð, og fimmtíu til tuttugu ensk- ar mílur héðan eru átta bágstaddir Rúss- ar, sem ef til vill eru enn verr komnir. Hvað mundir þú nú gera, værir þú í mínum sporum? — Fara með leiðangur bróður yðar til Desolation Inlet, flytja sjúklingana fram í »Polarity«, og snúa síðan aftur og sækja hina. Ranworth hristi höfuðið. — Það dugar ekki, sagði hann. I fyrsta lagi eyðum við verðmætum tíma með því að fara tvær ferðir. í öðru lagi efast ég um að hreyflarnir cTugi til þess, án þess að rafgeymarnir séu hlaðnir. Vissulega hefði það verið bezt, ef við hefðum get- að flutt bróður minn og félaga hans strax til skipsins; en með nýjum vistum og aðhlynningu geta þeir gjarna beðið einn sólarhring enn. — Ég get orðið eftir hjá þeim, ef þér viljið, sagði Leslie. — Ég vil heldur, að þú fárir með mér, sagði Ranworth. Auðvitað máttu gera, eins og þú villt sjálfur; en jafvel þótt ég ímyndi mér, að ég geti haft stjórn á hreyflunum, mundi ég komast í vandræði ef vélin bilaði. Guy vill að líkindum vera með þér. Þá er O’Donovan einn eftir, og hann getur að sálfsögðu séð um þessa átta sjúklinga. — Átta? spurði Leslie. — Já, við verðum að láta Rússaim Dmitri verða eftir. Hinn verðum við að hafa með okkur, bæði sem fararstjóra og túlk, ef svo kynni að vera, að enginn hinna talaði frönsku. Það gera þó fléstir rússneskir liðsforingjar, en ég vil ekki hætta neinu að óþörfu. O’Donovan var óðar samþykkur fyrir- ætlan þeirra. Meðan mennirnir, sem bjargað var, hvíldu sig eftir málsverðinn, tók háset-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.