Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 11
Percy B. Watermann: Æfintýri úr íshafinu. Jabob Ó. Pétursson islenzkaði. XII. Tveim dögnm siðar. (Framhald). Þegar sleðinn nálgaðist þetta snæþakta land, kom það í ljós, að ströndin var alls staðar brött og óárennileg. Það sást ekk- ert merki til lendingarstaðar. Við hljótum að vera komnir of langt vestur, sagði Ranworth, og tók sextung- inn fram úr skáp einum. Þekkið þér ströndiná aftur, Rogei-s? — Nei, svaraði hásetinn þrjózkulega. Ranworth spurði hann ekki frekar. Það var auðgert að skilja, þótt maðurinn gerði ekkert sérstakt til hindrunar, að hann hirti ekki um að hjálpa foringja sínum. — Ég skil þá ekki, sagði Ranworth við sjálfan sig. Báðir höfðu góðan vitnisburð og prýðileg meðmæli. Til skamms tíma hafa þeir unnið ágætlega. Annaðhvort hljóta það að vera hrakningarnir í stór- hríðinni, sem svo hafa leikið þá, eða þeir Ieggja sig í líma til að fá mig ofan af frekari tilraunum með sleðann. Ef þeir búa yfir því, gera þeir sig sannarlega seka um mikla villu. Er Ranworth hafði framkvæmt athug- un, tilkynnti hann, að sleðinn væri 80 enskum mílum vestan við Desolationlnlet. í margar klukkustundir fór sleðinn fram með hinni ófæru strönd, þangað til skarð nokkurt í fjöllin gaf til kynna, að þar væri mynniö að Desolation Inlet. Drengirnir sáu fljótt, að mynnið líktist mjög norskum firði. Þeir gátu þó ekki séð, hversu langt það næði inn í land, því hér um bil fjórðung mílu innar beygðist það mjög til hægri. — Minnkaðu hraðann, Leslie, skipaði Ranworth. Við höfum enga löngun til á- rekstra. Auk þess er mikið brim í mynn- inu. — Ætlið þér yður inn á þessu bát- skrifli? spurði Payne, sem kominn var fram í til að litast um, án þess að Ran- worth og drengirnir vissu. — Já, svaraði Ranworth kuldalega. — Það er betra að þér bíðið eftir »Po- larity« gönilu, hélt hásetinn áfram. Hvernig getið þér búizt við, að þessi bali komist gegnum slíkan sjó? Það er vit- firring. Það er óréttlátt gagnvart okkur. -—- Það hefir enginn spurt yður um skoðun yðar, sagði Ranworth alvarlega. Maðurinn tautaði eitthvað með sjálf- um sér, og síðan gekk hann aftur í og tók að hvíslast á við félaga sinn. Sleðinn nálgaðist nú brimgarðinn, og áður en varði greip brimólgan hann og kastaði honum til og frá eins og kork- tappa. Þó vildi ekkert slys til, og sleðinn komst bráðlega í kyrran sjó fyrir innan. Enginn andvari bærði hafflötinn hér inni. Harðir snæþaktir forngrýtisklettar spegluðust greinilega í vatninu. Þetta var eins og lífvana æfintýraland. Þegar sleðinn beygði fyrir fyrsta odd- ann, kom hann inn í breiðara sund, þar sem klettarnir voru nokkru lægri en úti við hafið. 14

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.