Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 8
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR urhlíð fjallgarðsins Witwatersrand (þ. e. vatnamót hvítu fjalla). Hvítufjöll eru kalksteinsfjhll og er það hæsti fjallgarður í Transvaal. Bærinn liggur í 2000 m. hæö yfir sjó. Þess vegna er þar allkalt á vetr- um. í júlímánuði, þ. e. um háveturinn er þar stormasamt og svo kalt, að frost er þar flestar nætur og ís á pollum. En um hádegið verður allheitt, því að heiðskírt er þar að jafnaði og sólfar mikið. Sakir hreinviðrisins og þess, hve loftið er þurrt og gagnsætt, er staðurinn vel fallinn til stjarnfræðirannsókna, enda eru þar þrír stjörnuturnar og allir merkir. Háskóli er hér einnig, en ekkert jarðfræðisafn, sem er næsta furðulegt, jafn marga merka hluti og jarðfræði héraðsins hefur að bjóða.--------- Aðgangur að gullnámunum við Jóhann- esarborg fæst einungis suma daga vik- unnar, og fyrst verður maður að fá að- göngumiða hjá námafélaginu »Transvaal Chamber of Mines«. Á miðann er prent- að meðal annars: »Þeir, sem ekki hafa hestaheilsu, ættu með engu móti að fara niður í námurnár«. Ég fékk aðgang að námunni »Robinson Deep« og júlímorgun einn beíð ég ásamt ýmsum öðrum ferðamönnum í kulda og stormi eftir því, að vera flutt niður í eina af dýpstu námum jarðar. Allt í kringum Jóhannesarborg eru geysistórir haugar af greftri úr námun- um. Gefa þeir umhverfinu sérkennilegan eyðimerkursvip. Hæðir þessar eru gróð- urlausar með smárennum eða farvegum eftir regnvatn, sem sjaldan fellur þó, en oftast í hellidembum þegar það kemur. Úr þessum gulu eða hvítleitu sandhaug- um er sífellt sandrok, ef gola kemur, en þarna er fremur stormasamt, leggur þá sandmökkinn oft yfij- bæinn. Landiö í kringum Jóhannesborg er eins og annar- staðar í Suður-Afríku rauðleitt af járn- samböndum. Það er gróðurlaust að mestu enda er gróðrarmold þar tæplega finnan- leg. Áður en farið er niður í námuna, eru allir færðir í verkamannaföt og verða að undirrita hátíðlega yfirlýsingu þess efn- is, að þeir fari niður á eigin ábyrgð, enda sé námafélagið án ábyrgðar þótt slys beri að höndum. Allt um kring er fjöldi verkamanna bæði hvítra og svartra. Margir negranna bera einkenni »Rauða krossins« og tösku með sáraumbúðum. Er sagt að negrarnir séu mjög fúsir á að læra »hjálp í viðlögum« og séu hinir hreyknustu þegar þeir eru gerðir að að- stoðarmönnum við hjúkrun og sjúkra- flutning í námunum. Nú er lyftan til. Vér stígum inn í hana og á fáum mínútum sígum við 1350 metra niður í djúpið. Þar stígum vjer út, en einungis til þess að fara inn í aðra lyftu, sem ber oss enn 700 metra niður á við. Þak lyftu þessarar er úr neti, sem á að taka á móti grjóthruni úr gangin- um. Manni líður eitthvað líkt og hann sé lokaður inni í búri. Hér nemum vér stað- ar að sinni og förum um námagangana, sem eru vel lýstir og mætum vér þar ó- aflátanlega sporvögnum hlöðnum hinu ljósa, gullblandaða grjóti, sem lyfturnar síðan flytja upp á yfirborð jarðar. Þegar svo langt er komið niður má vænta þess að heitt sé orðið, því að al- mennt er talið að hitinn aukist um 1° C. viö hverja 33 metra sem neðar dregur, þ. e. a. s. í 20—30 metra dýpi er hitinn jafn allt árið og liggur þá nálægt meðalhita yfirborðsins á þeim stað, sem um er að ræða. Hér í námunum stígur hitinn seinna en almennt er, hér hækkar hann á 110—130 metrum um 1° C. Auk þessa er allt gert sem unnt er til að halda hon- um niðri. Tröllauknar vindsnældur knúð- ar rafmagni dæla lofti út og inn svo að þar myndast þægilegur súgur, hitastigið er því nálægt 30° C. Samt sem áður

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.