Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR varða. Austan undir henni er stór steinn, flatur að ofan. Á þessum steini hillir undir risavaxinn mann, sem situr þar á- lútur og ber við þokuloftið að neðan séð. Hann hefir heljar mikinn bagga á bak- inu. Núna heldur hann í böndin að fram- an og styður olnbogunum á hnén. Það er alveg eins og þessi risi vaxi út úr þokunni. Hann er gildvaxinn og sam- anrekinn í herðum, hálsstuttur og svíra- mikill. Andlitið breitt og kjálkarnir miklir og sterklegir. Ennið er lágt. Brún- irnar miklar og loönar. Augun eru mein- le,ysisleg og sljó. Hárvöxturinn mikill og svartur. Röddin er dimrn og tilbreyting- arlaus, er hann ta'utar fyrir munni sér og talar við sjálfan sig. Það er eins og maðurinn og þokan eigi svo vel saman. Þokan vefst' utan um hann, gerir hann allan gráan og úða- gljáalidi, máir út allar línur, um leið og hún stækkar hann. Og gráu meinleysis- legu augun horfa gremjulaust út í sót- svarta þokuna. Þau eru ekki að skyggn- ast eftir neinu. Það er sama þokan í huga hans og heila. Grátt og tilbreyting- arlaust. Lífið er nú svona: að kjaga með bagga á bakinu' sveita milli. í vetrarhriðum og ófærð, og í sumarþokum. Oftast með þunga bagga. Stundum með létta. Það er allur munurinn. En lífið er alltaf með bágga á bakinu. — Áburðárklár. Sterkur og traustur, en drepmeiddur í baki. Það heyrir til. — Kafa í ófærð yfir fjöll og íirnindi með 8—10 fjórðunga bagga fyr- ir jólin. Kramvöru og brennivín. Skringi- leg-t með allt þetta kaffigutl um jólin. Annað eins ómetisgutl og brauðnefna með því. Nei, þá var nú skyrspónn eitt- hvað annað. Sex marka skál og væn slát- ursneið, til að mynda hálfur keppur. Þokurisinn réttir úr sér og strýkur kviðinn. Það er von aö maður verði svangur á þessu bölvuðu rölti. Og graut- arspónninn í morgun þarna niðri í Vik- inni var ekkert nema þynnkan. Haus- þykkar baunir og feitur hrossakjötsbiti! Það var þá eitthvað annað. Risinn á steininum fær vatn í munninn við til- hugsunina. Hann skellir saman sterkleg- um tanngörðunum og kingir munnvatn- inu. Hann stendur á fætur og hristir sig. »Ætl’ að sé ’ki bezt að rölta o’nað Mýri og bij’ um að lo’a sér a’ vera í nótt. Þau eru farin a’ skera í axlirnar, bölluð reip- in«. Hann yptir öxlum. »Bölluð þyn’slin i þessum smjörpinklum og dóti, sem þeir er’ að senda í kaupstaðinn. Og svo tveir stórir mjólkurkútar undir brennivínið. Böllaður asnaskapur að ét’ ekki matinn sinn sjállur!« Svo sígur hann á stað ofan Oddana. Mjakast hægt og jafnt áfram, seinstíg- ur og þungstígur. Hann er eins og göm- ul stirögeng klukka. Og honum miðar ó- trúlega vel áfram. Hann hvílir aldrei nema rétt á brúnunum sitt hvoru megin. Hánn er svo þaulvanur þessu rölti hérna um fjöllin. Og kalið gamla á hælum og tám er orðið hér um bil tilfinningarlaust. »Böllaðir kúskinnsskónnir« urðu stund- um svo harðir í sumarþurrkum og vetr- arfrostum, að þeir skárust djúpt inn í hælana. Allt í einu rofaöi eitthvað til í þoku- höfðinu. Það var eins og þegar þoku er að létta og rétt grillir í óljósar myndir gegn um slæðuna. Hann tautar við sjálfan sig: »Hún Þórunn mín á Hóllnum, alltaf liggur hún a’ deyja í rúminu. Engan fæ ég bitann hjá henni. Þa’ er undarlegur skratti a’ geta hvokki lifað e’a dáið!« »Fúsi gamli á Bakka, nú er hann dauj- ur, kallinn. Hann lá afvelta einn morg- un í rúrni sínu. — Æ, svei, þa’ e’ ljótt a’ tal’ um þá, sem daujir eru. É’ held þar sé nógur tíminn a’ veltast í moldinni«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.