Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 48
Bókmenntir. Guðmundur Guðmundsson: Ljóða- safn I—III. Reykjavík 1934. Allii' ljóðavinir munu fagna því, að ísafoldarprentsmiða h.f. hefir gefið út nýja smekklega heildarútgáfu af ljóðum Guðmundar Guðmundssonar í þrem bind- um. Áður var margt af ljóðum hans fyr- ir löngu uppselt og algerlega ófáanlegt, svo sem fyi'stu ljóðaflokkamir: Hafsins böm, Sigrún i Hvanmxi, Daggperlur, Sti'engleikax-, Gígjan o. fl. En éinmitt i þessum kvæðaflokkum var margt þeirra Ijóða, sem vinsælust hafa orðið meðal al- þýðu manna og sungist hafa inn í þjóð- ina. Guðmundur Guðmundsson vei'ður að vísu aldrei talinn með mestu skáldmn þjóðar vori-ar. Til þess skox-tir hann and- lega dýpt, hugsaixaskýi'leik og tilþrif efix- isiixs. En hann er ljóðrænn með afbrigð- um, svo að hann stappar íxær því að vera tónskáld en ljóðskáld og svo nxikill foi-rn- snillingur og smekkvís í orðavali, þar senx honum tekst bezt, að ekki nenxa fá- ir staixda honunx á sporði. Kemur þetta m. a. glöggt fram í ljóðaþýðiixgunx hans, sem margar eru nxeð ágætunx, svo að stór gi'óði er að í íslenzkum bókmenntum, t. d. þýðingin á Locksley Höll Alfred fen- nyson’s og Ástai'þrá eftir August Sirind- berg o. m. fl. Það er ekki svo að skilja, að nxöi'g ágætiskvæði finnist ekki í bók- um Guðmundar og þess má sjá glögg merki, að Ixonum var alltaf að fara fram. Kvæði eins og Flosi og Hildigunnur, Glámsaugun og ýms kvæði í Ljósaskipti og Friður á jörðu eru hin prýðilegustu. Eix einmitt í þessu síðast talda ljóða- flokki má þó sjá það, að honum verður ekki alltaf eins mikið úr yrkisefnum sín- imi og fyrir honum virðist hafa vakað. Efnið rennur út um greiparnar og hugs- unin verður stundum óljós. Kemur þetta ef til vill að íxokki'u leyti til af þvi, að haixn gerðist dulhyggjumaður mikill á seimxi árunx og kvæði hans litast því af trúai'legum di'aumórum. 1 kvæðinu Valkyi'jan kemur fi’anx í semx styi'kur Guðmuixdar og veikleiki: >Eg sá hana í draumi sem valkyrju um vindbólstra ríða. und veglegum gullhjálmi keyrði hún gangvarann fríða. Um biksvai-tan nátthimin bragandi ljósstraumar flóðu á brynhringa skínandi stjarnljósin ísköldu glóðu«. Kvæðið er glæsilegt að orðavali og. bregður upp ógleymanlegri mynd. Það er eins og tælaixdi óráðssýn, sem hrífur hugann og ínxyndunaraflið heljartökum, vegna sinna ferlegu lita, en hefir þó enga verulega dýpri merkiixg, eða skáldinu mistekst nx. k. algerlega að draga hana fram. Það er ef til vill heldur ekki hlut- verk þess. Myndiix er di'egin svo skýi’t, að hún er ósvikinn skáldskapur, þi'átt fyrir það. Aimars yrkir Guðmuixdur meir á hinum blíðari nótum. Hann er ljóðsvan- urinn, senx svífur um bláloftin, leitandi að sunxri og sól og síþyrstur í hiixa j'fir- náttúrlegu fegurð. Hann bendir á haxxa þegar: »Skelfur í blíðviðri blómlyng og víðir bláloftið hvelfist við mjallskýja drög« og haixn leitast við að skapa hana inn í líf þjóðanna með því að hylla friðarins guð með siixni ómþýðu höi'pu. Og þessi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.