Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 25
ÆFINTÝRI ÚR ISHAFINU 119 Leslie, sem hafði stöðvað hreyflana og ,greip nú fram í tal þeirra. — Fyrst ég gat gengið yfir, ættu þeir líka að geta það, sagði Rússinn. Þess vegna ættum við að skjóta nokkrum merkiskotum. Sex kveðjuskotum var skotið með á- kveðnu millibili; en ekkert svar kom frá strandaða loftfarinu. Þó missti Petrovitch ekki kjarkinn. Hann brosti breitt. — Þar sem þeir vilja ekki heyra til okkar, verð ég víst að fai*a að sækja þá, sagði hann og tók að raða dósum með niðursoðnu kjöti og nokkrum tvíbökum ofan í lítinn bakpoka. — Ef ekkert séi*stakt hendir mig, kem ég aftur eftir þrjár stundir, sagði hann. — Guy, sagði Leslie. Ég get ekki látið manninn fara einan. Ég fer með honum. Það er ekki svo langt, og veðurútlitið gott. Loftvogin stendur í stað, og sólin skín skærar en hún hefur gert dögum saman. Þú verður að vera hér og sjá um Ranworth. — Látum svo vera, sagði Guy. En gættu þín nú vel. Ég vildi óska, að ég .gæti farið með þér. Þegar Leslie tjáði Rússanum áform sitt, mælti hann á móti. Hann gæti vel farið einn, sagði hann. En Leslie hélt fast við að fara líka. Að lokum lét Petrovitch undan, en með því eina skilyrði, að þeir bindu sig sam- an, meðan þeir færu yfir gjána og Les- lie gengi á undan. — Ungi vinur! Ef ísinn brysti, mund- ir þú falla, sagði hann. Ég, sem er svo miklu stærri, gæti auðveldlega haldið í þig, en ef ég gengi á undan og félli í .gjána, gætir þú ekki bjargað mér, — já, ekki eingöngu það — ég mundi draga þig með mér í dauðann. Er þetta ekki ljóst fyrir þér? Leslie kinkaði kolli. — Jú, vissulega, sagð hann. Ég fer á undan. Isskánin yfir gjánni hafði vafalaust verið hulin snjó, þegar Rússarnir gengu yfir hana á leið til Desolation Inlet. Stormurinn, sem fylgdi stórhríðinni, hafði sópað snjónum burt, áður en hann næði að frjósa, og afhjúpað þannig hætt- una. Leslie gekk gætilega áfram. Það var ekki laust við, að hann væri hræddur. Jafnvel sú staðreynd, að hann hefði kað- al um sig miðjan, dró ekkert úr óttanum um að ísinn brysti skyndilega, án þess að gera aðvart. Sem snöggvast fékk hann löngun til að snúa við, en hugsunin um það, að Rússinn kæmi á eftir, og að hann sjálfur, sem var Englendingur, yrði að vera í fararbroddi, kom honum til að halda áfram. Kaðallinn var ekki svo langur, að hann næði þvert yfir gjána. Löngu áður en Leslie næði yfir á traustan ís hinum megin, kom Petrovitch út á hið hættu- lega svæði. Leslie komu í hug orð Rússans: Ef ég félli i gjána, gætir þú ekki bjargað mér, — ég mundi draga þig með mér í dauð- ann. í sama bili fann hann að slaknaði á kaðlinum. Hann leit við og sá þá, að Pe- trovitch hafði kastað kaðlinum frá sér og lá endilangur á þunnum ísnum. — Flýttu þér! æpti Rússinn. ísinn, — hann springur! Ef ég hrapa, þá segðu félögum mínum, að ég hafi reynt að gera skyldu mína. Leslie stanzaði. Hann átti aðeins tutt- ugu metra ófarna af hættusvæðinu. En hin ósérplægnu orð Rússans komu hon- um til að gleyma ótta sínum. — Takið í kaðalinn aftur! kallaði hann. Liggið kyrrir, ef þér viljið. Ég skal draga yður yfir. — Jæja þá, svaraði Petrovitch; en.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.