Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 29
JÁRN-MARÍA 123 þreytu, sem hún nú á engan hátt gat sigrað. Loksins hlotnaðist henni sú náð að fá að deyja þjáningalaust. Hún dó á síðasta degi föstumánaðar Múhameðsmanna, þeg- ar dimmt var orðið, einmitt á þeim tíma, þegar negrarnir, sem tekið hafa margir Múhameðstrú, bíða með mestri óþreyju. Sólin var gengin til viðar, en allur vest- ur himininn var eins og baðaður í gulli, þó að máninn væri kominn upp á austur- loftið. Það var rétt að hann sást á dimm- bláum himninum. Þá heyrðust snögglega löng fagnaðaróp um allt umhverfi bæjar- ins; fólkið var að fagna komu mánans, sem tilkynnti að nú mætti byrja þessa næturhátíð. Frá hinum gráu byggingum úthverfanna komu hópar af hofgyðjum lostaseminnar, skreyttar í dansinn, reiðu- búnar til að framkvæma hinar leyndar- dómsfullu siðvenjur þessarar nætur, inn- fæddar konur, fátækar, ærusviptar þjón- ustumeyjar lastanna, stéttarsystur Járn- Maríu. Þær söfnuðust saman í stórhópa, maður heyrði glamrið í koparhringunum, sem þær báru um öklana. Það lék bros um varir Járn-Maríu, þegar hún hugsaði um, að nú mætti hún þó hvíla sig um ald- ur og æfi. Hún hafði ekki viljað taka á móti prestinum, en þegar hjúkrunarkon- an kom, ætlaði hún alveg að ganga af göflunum og jós yfir hana þeim orðum, sem bezt er að endurtaka ekki hér. Hún var engin viðhafnarkona, ekki einu sinhi heiðarlegur kvenmaður, og því verður skiljanlegt að hún Iétti á hinni þraut- píndu sál sinni og vægi ekki orð sín á gullvigt. En hinn fyrrverandi undirforingi í blökkumannaherdeildinni, sem snúið hafði baki við framtíðar virðingarstöðu í hern- um, til þess að gerast þjónn kirkjunnar, þekkti fyrra líf hennar of vel til þess að reiðast henni. Hann krafðist þess, að líkami Járn-Maríu, sem nú var hreinsað- ur í dauðanum, fengi kirkjulega greftr- un. Það fylgdu henni allir, sem áður höfðu þekkt hana. Og við vitum, hvernig kynni það voru. Allir þeir sem lifað höfðu pestina miklu af, fylgdu Maríu til grafar og faðir Felix hélt h'kræðuna yfir henni. Hann sagði að hún hefði átt allar dyggðir, nema þá eina, sem eigingirni og syndugleiki mannanna hefði kæft. Og af því að faðr Felix var vafalaust eini mað- urinn í líkfylgdinni, sem engin kynni hafði haft af Járn-Maríu áður, var hann líka vafalaust allra þeirra bezt fallinn til þess að fela sálu hennar miskunn Guðs á vald. Það er nú raunar faðir Felix, sem hef- ir sagt mér þetta allt. Hann er nú ef til vill ekki vanur að segja frá, en ég hef skrifað þetta niður, án þess að bi'eyta nokkru eða bæta við. Ég endurtek þessa einföldu sögu, eins og mér var sögð hún og ég mundi skammast mín fyrir að fegra hana eða bæta við einu einasta orði, sem ekki væri satt. Nú er aðeins eftir að segja frá einu merkilegu, sem ég veit þó naumast hvern- ig ég á að koma orðum að. Svertingjarn- ir eru vegna menntunarleysis síns ákaf- lega gjarnir á að sjá í öllu undur og yfir- náttúrlega hluti. Þeir voru ekki ánægðir með að helgiathöfn sú, sem framkvæmd var við útför hinnar góðu dísar, skyldi ekki vera framkvæmd oftar. Þeir reistu því einskonar turn á gröf Járn-Maríu, sem gerður var úr þurrkuðum leir. Og til þess að enginn vafi skyldi leika á þvi að þama hvíldi Járn-María, hin góða dís, sem vafalaust mundi eftir dauða sinn halda áfram að gera undur og stórmerki, settu þeir efst á turninn líkneski af henni, gert úr hörðum við. Negrarnir eru engir listamenn; þeim datt heldur ekki í hug að halda því fram að líkneskið væri í minnsta máta líkt hinni látnu. En samt sem áður tókst þeim að gera það þannig 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.