Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 43
NYTJAJURTIR 137 hæð, og stöngullinn 4—6 cm. í þvermál. Eins og á öðrum grösum er stöngullinn liðaður, og ber hver liður eitt blað. Þeg- ar plantan eldist deyja blöðin á elztu lið- unum, svo að hún hefir aðeins dálítinn blaðskúf eftir efst undir blómskipaninni. Sykurreyrinn er flestum grösum frá- brugðinn í því, að stöngull hans er ekki holur, heldur fylltur safaríkum merg, en í merginn safnast sykurinn. Viltur syk- urreyr þekkist ekki nú, en náskyld planta honum vex villt í Suður-Asíu, og telja ýmsir sykurreyrinn af henni kominn. Við ræktunina hafa skapazt af honum fjöldi afbrigða, sem oflangt yrði hér upp að telja. Sykurreyr hefur verið yrktur og syk- urs neytt frá ómunatið í Suður-Asíu, en sykur í krystalformi, eins og vér nö þekkjum hann, er tiltölulega ung fram- leiðsla. Samt þekkja menn forsögn um íramleiðslu hans í indverzkum ritum frá því um 500 árum e. Kr. Arabar fluttu sykurræktina með sér í sigurför sinni til Vesturlanda, og breiddist hún smám saman út til landanna sunnan við Mið- jarðai'hafið og eyja þess, og að síðustu til Spánar laust eftir 700 e. Kr. Frá Ar- öbum er einnig komið heiti sykursins, en þeir nefndu plöntuna »Sukkar«. Um þessar mundir og næstu aldir þar á eftir var allveruleg sykurrækt í löndun- um við Miðjarðarhafið, einkum í Egipta- landi. En sykurneyzla þjóðanna var enn lítil. Um 1420 hugkvæmdist Spánverjum að flytja sykurreyr til Kanarisku eyj- anna og rækta hann þar. Tilraun þessi heppnaðist svo vel, að eyjarnar urðu um skeið helzta sykurland heimsins. í lok 16. aldar var tekið að rækta sykurreyr í Vestur-Indíum, og þar jókst sykurfram- leiðslan hröðum skrefum, svo að fæst sykurlönd gamla heimsins gátu við þær keppt, og hefur það haldizt svo til þessa dags, að Vestur-Indíur, einkum Cuba, eru fremstu sykurreyrslönd á jörðunni. Ann- ars er sykurreyr ræktaður víða um hita- beltið og allt að 38° norður og suður fyr- ir miðjarðarlínu. Sykurreyrinn er kröfuharður um öll lífsskilyrði, einkum hita og raka. Þannig þrífst hann varla þar sem meðalhiti árs er minni en 25° C., og þar sem ekki er nægileg úrkoma, verður að veita vatni á sykurekrurnar líkt og hrísgrjónalöndin. Sykurreyrnum er ekki fjölgað með fræ- sáningu, eins og algengast er með þær plöntur, sem ræktaðar em í stórum stíl, heldur verður að fjölga honum með græðisprotum. Til þess eru notaðir hinir efstu brumbæru stöngulliðir, sem næstir eru blómskipuninni. Sprotar þessir verða fullvaxnir á 12—14 mánuðum. Sykur- reyr er fjölær jurt, samt sem áður þykir ekki ráðlegt að láta plönturnar verða mjög gamlar á ekrunum, þvi að með aldrinum ganga þær úr sér, og gefa minni afrakstur en meðan þær eru ung- ar.Eyðileggja menn því plönturnar á ekrunum með nokkurra ára millibili en gróðursetja nýja aðfengna sprota í þeirra stað. Uppskeran fer fram á hverju ári, þeg- ar mestur hluti blaðanna er visnaður. Stráin eru þá skorin af niður við rótina með stórum hnífum. Mjög er áríðandi að skera þau sem neðst, því að neðstu stöng- ulliðirnir eru lang sykurauðugastir. Því næst er blómskipun og blöð plokkuð burt, en stönglarnir brytjaðir í hæfilega langa búta, sem síðan eru fluttir til verksmiðj- anna, er vinna úr þeim sykurinn. Safinn er fergður úr stöngulbútunum, en ekki tekst að ná honum öllum, og er úrgang- urinn notaður til eldsneytis. Safinn er síðan hreinsaður með ýmsu móti, unz megnið af sykrinum storknar í krystal- formi, en nokkuð verður eftir í fljótandi ástandi og kallast siróp. Eftir að sykur- inn hefur storknað þarf þó enn að 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.