Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 27
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 121 Mnir héldu fast við það. Lauk svo, að meirihlutinn réð. Petrovitch sneri sér að Leslie og yppti öxlum íbygginn. — Bíðum við þangað til þeir koma að gjánni, sagði hann lágt. Leið þeirra lá ofan í móti, og þar sem enginn vindur var, reyndist gangan létt. Þegar þeir nálguðust gjána, heyrðu |>eir kvíðvænlega bresti í ísnum. Leslie tók engan þátt í ráðagerðum Rússanna. Hann skildi, að þeir vissu, hvað gera þyrfti, og það mundi vera ó- hyggilegt af honum að koma með nokkra uppástungu. Mennirnir leystu kaðlana af sleðanum ög bundu þá við kaðalinn, sem áður hafði dugað svo vel á þessum stað. Með því fengu þeir nægilega langa línu tvívegis yfir gjána. Petrovitch batt hana síðan í sleðann, þar sem hann var sterkastur, og bjó sig undir að fara yfir á honmn. Meiðarnir, sem voru átján feta langir, dreifðu þunga hans á miklu stærri flöt en ef hann hefði reynt að skríða yfir. Þegar Rússinn hafði kastað öllu af sleðanum, reif hann miðstöngina af hon- um, settist og tók að stjaka honum yfir, en félagar hans gáfu kaðalinn út á eftir honum. Þótt ísskánin svignaði ískyggilega, komst hinn djarfi Rússi klaklaust yfir. Guy beið þeim megin og tók á móti hon- um. Síðan drógu Rússarnir sleðann til baka. Þeir ákváðu að Leslie skyldi fara fyrstur yfir. Hann var bundinn á sleð- ann, ef svo kynni að fara, að ísinn brysti, og síðan dró Petrovitch hann yf- ir aftur. Á þenna hátt komust þeir allir yfir gjána, unz einn var eftir. Það var foringi þeirra manna, er heimtuðu, að allur far- ungur skyldi tekinn með. Þrátt fyrir að- varanir félaga sinna bjóst hann nú til að hlaða sleðann aftur. Þar sem tíu menn voru til að draga sleðann, reyndist það létt. En þegar hann var kominn rösklega miðja vegu, brast ísinn undan honum. Félagarnir sáu, sér til skelfingar, að veslings maðurinn gerði tilraun til að ná föstu taki í sleðanum. í fátinu greip hann í eitthvað af farangrinum, og þegar sleðinn snerist við og hvarf sjónum fé- laganna, missti maðurinn öll tök. Tveimur minútum síðar var tómur sleðinn dreginn upp um opið. Veslings maðurinn var að fullu horfinn í hyldýp- ið með öllum farangrinum. (Framh.). Skritlur. Strákur: Pabbi bað mig að spyrja, hvort hann gæti ekki fengið aftur garð- klippurnar, sem hann lánaði yður um daginn ? Ma&icrinn: Getur hann nú ekki fengið lánaðar klippur sjálfur! Þetta hef ég orð- ið að gera! ' GestuHnn: Þér reiknið tvo súpu- skammta. Ég hef ekki borðað nema einn. Þjónninn (ergilegur) : En súpan, sem ég hellti ofan á yður — á ég kannske að borga hana sjálfur! Hún: Því miður hef ég lofað þessum dansi. En bídclu bara — ég skal kynna þig fallegri stúlku, sem þú getur dansað við í staðinn. Hann: Ég kæri mig ekkert um að dansa við fallega stúlku — ég vil bara dansa við þig! 16

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.