Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 30
N. Kv Cari Ewald: Dy ve ke. Saga frá byrjun 16. aldar. Jónas J. Rafnar þýddi. (Framhald.) 11. knj). Dúfur Dyveke. Kristján konungur efndi loforð sitt við Sigbritu. Fyrir áramót stóð gott steinhús rétt á móti iiöllinni, og þangað fluttust þær mæðffur, fengu vinnumenn og vinnukonur og allt, sem efnaheimili þarfnaðist. Borgar- arnir í Ósló litu að vísu hornauga til þess- arar hollenzku konu í fyrstu, þegar hún gekk við staf sinn upp í höllina og sat stund- unt á tali við konung. Walkendorf og Jón Pálsson, Jörgen Vesteny og Kláus Billi á Bæhúsi og aðrir úr norska og danska ríkis- ráðiinu settu upp súran svip, þegar þeir urðu að bíða í forsalnum, þangað til áheyrn Sigbritar var lokið. En lit'in lét sem ekkert væri og móðgaði engan, því að hún ávarpaði engan að fyrra bragði, og konung- ur gat hennar aldrei að neinu, þegar hann sat í ríkisráðinu. Samt var augljóst, að hann hlustaði á mál hennar ogfór eftir þvi. Hann hafði stundum eina skoðun í dag og aðra á morgun, og enginn vafi gat þá á því íeikið, að Sigbrit hafði talið honum hughvarf. ,,Þessi iiollenzka kvensa stjórnar Noregs rí'ki,“ mælti Jörgen Vesteny, „og þegar Hans konungur deyr, fær liún líka yfirráð yfir Danmörku og Svíþjóð." ,,Það er undir Dyveku litlu komið,“ svar- aði Walkendorf. „Ef hún heldur ástum hans, getur vel farið svo. Þetta hefur nú enzt í h.eilt ár, en hvikular eru ástir manna, að minni reynslu.“ „Ef það er SLgbrit, sem stjórnar, þá gerir hún það vel,“ svaraði Jón Pálsson, „því að upp á síðkastið, virðist hans náð vera mjög gætinn og athugull, og eg get ekki betur séð, en að það sé að þakka frillumóðurinni, sem þið eruð að hnýta í. Ef eg þyrfti að bjarga einhverju máli, mundi eg knýja á dyr Sigbritu Willums.“ „Svei því aftan,“ sagði Kláus Bille; „þá hafið þið varla heyrt munnsöfnuðinn henn- ar; en eg hef heyrt hann. Hún var hér um daginn að skamma kaupmann hér í bænum, sem hafði haft af henni; hún reifst eins og slordóni." „Gerir ekki til, meðan hún skannnar ekki aðra en svikara,“ sagði gamli kanslarinn og glotti. „Mér er líka kunnugt um, að oft liefur Dyveke sefað geð konungs, þegar allt hefur ætlað í blossa. Hans náð liefur fengið mislyndi föður síns að erfðum, og við könn- umst allir við, hvað af því getur leitt, Hvernig fór um Pál Laxmann?" „Látum hann þá fá drottningu til þess að jafna úr hrukkunum á enni hans,“ mælti Kláus Bille; „jretta frillulíf hans veldur hneyksli um allt land.“ „Þannig lifðu aðrir konungar á undan honum,“ mæti Eiríkur Walkendorf. „Ef eg á að segja mína skoðun, þá veldur gamli konungurinn meira hneyksli með líferni sínu; hann er bæði gamall maður og kvænt- ur góðri og ástúðlegri konu.“ „Eg er á sömu skoðun," rnælti höfuðs- maðurinn á Akurshúsi. „Því verður ekki neitað, að ennþá verr stendur á um Hans konung og frú Edle, því að jtað er ekki nóg að konungur er kvæntur, heldur er frillan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.