Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 47
N. Kv.
DYVEKE
33
ekki fara beina íeið til Kaupmannahafnar
og konungsins. Sigbrit rölti við staf sinn
um allan garðinn og lét Hans Faaborg sýna
sér allt, en aldrei svaraði hún smjaðuryrð-
um lians einu orði. Hún lét leiða þernur
og húskarla fyrir sig og virti þau fyrir sér
livössum augum.
„Nú megið þér fara,“ sagði hún við Hans
Faaborg.
Svo benti hún á einn húskarlinn:
„Farið með liann þenna; mér lízt ekki á
smettið á honum. Og segið svo hans náð, að
Sigbrit Willums bíði hans.“
Dyveke sat í herbergi því, er henni var
ætlað, og horfði út í rúðuna. Tárin runnu
í sífellu niður kinnar hennar. Hún leit
varla á dýrmæt húsgögnin, hugsaði aðeins
urn húsið sitt við Ósló og kveið komandi
dögum. Hún vissi ekkert, hvar konungur
var eða hvenær liann mundi koma. Hún
þekkti ekkert af fólki því, sem hún nú átti
að vera samvistum við. Henni stóð smeðju-
legt andlitið á Hans Faaborg fyrir hug-
skotssjónum og skildi ekkert í, að konungur
skyldi senda slí'kan mann til að taka á móti
henni.
Þá lieyriðst hófadynur að utan, og hún
sá riddara og nokkra sveina fara af baki í
húsagarðinum. Hún heyrði raddir, sem hún
kannaðist ekki við. Aftur bugaðist hún af
þungum hugsunum, en svo var liurðin opn-
uð, og Edle kallaði á hana kát og glöð:
„Dyveke! Það er einn af hirðmönnum
konungs, sem langar til að heilsa okkur. Eg
skal segja þér, Dyveke — eg hef aldrei á ævi
ntinni séð eins fagran riddara.“
Dyveke fór fram til þeirra, og þar stóð
Torben Oxe eins og hann vaeri heima hjá
ser, með pellhúfuna á höfðinu og sneri upp
a ofrivarar-skeggið. Þegar hann sá Dyveke,
r;tk hann í rogastanz vegna fegurðar lienn-
ar> lineigði sig til hálífs, eins og honum væri
það þvert um geð, tók ofan liúfuna og setti
i O 7 O
nana svo upp aftur.
»Þér megið gjarna taka ofan liúfuna,
lierra Torben, ef sá er siður í Danmörku,“
mælti Sigbrit, sem sat á hægindabekk í
horninu og studdi hökunni á stafinn. „Þessi
unga stúlka er dóttir mín, en hin er dóttir
lénsmannsins á Björgvinjarhúsi, herra Jörg-
ens Hansens, ef þér kannist við hann.“
Torben Oxe tók ofan húfuna og hneigði
sig eins kurteislega og hann gat, en var þó
í bobba. Feginn Iiefði hann viljað, að hann
liefði ekki komið svona hranalega fram í
fyrstu; svo gat liann ekki varizt því að stara
á Dyveke; svo fögur var luin og svo rauna-
legt var augnaráð hennar.
„Þá kemur röðin að mér,“ mælti Sigbrit.
„Eg heiti Sigbrit Willums, skal eg segja vð-
ur. Þér segist vera hirðmaður konungs; haf-
ið þér nokkur skilaboð frá hans náð?“
„Nei,“ svaraði Torben; „lians náð er ekki
ennþá kominn til borgarinnar. Eg vissi ekki
heldur, að þér eða hin fagra dóttir yðar vær-
uð hingað komnar. Eg reið hingað eftir
beiðni Esge Bildes til að grennslast eftir,
Iivort allt væri hér viðbúið komu ykkar.“
„Þá getið þér riðið héðan aftur með góðri
samvizku," sagði Sigbrit. „Hér er einskis í
vant, nema lians náðar, og hann kemur vafa-
laust.
Torben Oxe hneigði sig nú mjög svo
hæversklega fyrir Dyveke og Edle og reið af
stað þaðan. Á leiðinni þeysti hann fram hj;i
þeim Hans Faaborg og Hrólfi Madsen.
Ritarinn kallaði til lians:
„Sáuð þér frillu hans náðar, Torben?“
Torben Oxe leit háðslega á ritarinn og
svaraði engu.
„Stórbokkalega ber hann sig á hestbak-
inu,“ mælti ritarinn, „en ekki er örvænt
urn, að hann eigi eftir að sitja lægra.“
Daginn eftir kom koraungur til borgar-
innar og frétti þegar, að Dyveke væri kom-
in. Hann reið þaragað jafnskjótt sem hann
liafði haft fataskipti eftir ferðalagið, og
Dyveke hljóp á móti honum nteð háu ópi,
tók um liáls honum og grét og hló.
„Dyveke — litla dúfan mín,“ sagði hann.
5