Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 52
38
DYVEKE
\T. Kv.
framtíðin er tryggð, þá fyrst munuð þér geta
stjórnað þessum ríkjum með dug og dáð.“
Kristján konungur horfði fast á gamla
kanslarann.
„Skyldu konungsins,“ mælti liann, „getur
hver ráðgjafi hans þvaðrað um.“
„Rétt er það, yðar náð,“ svaraði Ove
Ifilde. „Við getum orðað skylduna, en kon-
ungurinn einn getur framkvæmt hana.“
• Diðrik Slaghök, sem var ritari konungs og
hafði því verið á fundinum, fór með kon-
ungi. Þegar dyrunum var lokað í milli. gekk
konungur stundarkorn um gólf með hend-
urnar fyrir aftan ltakið. Hann gleymdi því
að ritarinn var þar, og gat Diðrik því í næði
athugað skuggann á andliti lians og getiðsér
til hugsananna, sem að baki þeirra lágu.
Hann dirfðist ekki að taka t il máls, en brann
a£ löngun eftir, að konungur yrti á hann.
Loksins tók konungur eltir því, að hann
var ekki einn.
„Eftir hverju eruð þér að hlera, meistari
Diðrik?“ mælti hann hranaleaa.
o
„Eg bíð eftir skipun yðar náðar, livort eg
eigi að gera meira eða ganga til herbergis
míns,“ svaraði Diðrik.
„Hafið þér herbergi hér í höl 1 inni?“
'Spurði konungur. „Eg liélt eg liefði mælt svo
fyrir, að ritari minn ætti að búa úti í borg-
inni.“
„Hirðmeistarinn hefur brugðið út af ven j-
unni,“ svaraði Diðrik; „hann taldi réttast, að
hér væri alltaf einhver okkar við. ef yðar náð
þyri’ti á okkur að Iialda.“
„Þá fáið þér auðvitað fæði af borði voru?“
mælti konungur.
„Eg þakka yðar náð fyrir það.“
„Auðvitað gerið þér það, meistari Dið-
rik,“ mælti konungur og hló; „en þér megið
þakka sjálfum yður fyrir það, því að sjálfur
hafið þér komið því í kring. Þér komizt
langt, ef þér getið forðazt. gálgann, en það
'skal eg segja yður. að smettið á yður er ekki
;i marga fiska.“
,,Eins og yður þóknast," mælti Diðrik með
sömu auðmýktinni. „Verið getur, að andlit-
ið á mér endurspegli svipbrigði háu herr-
anna í ráðinu. Það var afbragð að sjá þá og
heyra þá segja hvern \ ið annan allt það, sem
þeir þorðu ekki að segja \ ið yðar náð.“
,Hver skrambinn," mælti konungur. „það
er þá háskalegt andlit, sem þér hafið, eftir
]i\ í sem þér segið."
„Það er aðeins eitt af andlitum mínum.
yðar náð,“ svaraði Diðrik. „Spegli andlit
mitt svipbrigði hinna, þá er það líka skjöld-
iur og fylgsni eigin liugsana minna.“
„Rétt er það,“ mælti konungur; „sannar-
lega verðum við að neyta yfirdrepskapar, ef
við eigum að ná markinu, svo vondir sem
mennirnir eru. Mér virðist þér vera dugnað-
armaður. Ef eg veitti yður eina ósk, hvers
munduð þér þá óska af mér?“
„Eg mundi óska erkibiskups-stöðunnar í
Lundi,“ svaraði Diðrik Slaghök hiklaust.
Konungur starði á hann; svo skellti hann
upp úr, en varð snögglega alvarlegur aftur.
„Hver veit?“ rnælti hann. „Þér eruð klerk-
lærður, og eg þarf á tryggum þjóni að lialda
þar fyrir handan.“
„Eg er magister og doktor í guðfræði,“
svaraði Diðrik. „Ekki skortir á lærdóminn,
og eg mtrndi fljótlega komast upp á að halda
liðsmenn og gera uppreisn á móti lands-
drottninum."
„Þér eruð kjaftfor, þykir mér,“ mælti kon-
ungur; „þáð leynir sér ekki, að þér eigið
Sigbritu að móðursystur.“
Hann benti Diðrik að fara, en svo þóttist
hann sjá eitthvað grunsamlegt í svip hans.
„Diðrik SIaghök,“ mælti liann.
Ritarinn dokaði auðmjúkur við.
„Farið Keint til Sigbritar og segið henni,
að innan áramóta gangi eg að eiga F.lísabetu
frá Burgund.“
„Hvernig getur yðar náð búizt við, að eg
segi eftir það, sem eg hef Iieyrt í ríkisráð-
inu?“ svaraði Diðrik móðgaður; „þá væri eg
meinsærismaður.“
„}æja,“ mælti konungur þurrlega; „ef þér