Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 54
40
DYVEKE
N. Kv.
„Flýtið yður, frænka----flýtið yður,---
hvernig á eg að sleppa út?---Ef konungur
verður mín var,-----þá er úti um mig;-----
flýtið yður, frænka!“
„Vitleysa er í þér!“ svaraði Sigbrit. „Eg
get ekki falið þig og vil það ekki heldur.
Hvað gerir til, þó að konungur sjái þig hér
hjá mér?“
Diðrik tifaði um og spennti greipar, ful!-
ur skelfingar.
„Það er enginn tími til að skýra frá því,
Irænka. Konung grunaði — — að eg segði
frá; felið mig---í guðs bænum; liann lof-
aði mér erkibiskupsstóli í Lundi,------- líf
mitt er í veði, — — eg heyri til lians
frammi — —.
„Erkibiskupsstóli í Lundi?“
Sigbrit starði á hann; hún var orðlaus af
geðofsa. Svo reif liún opna liurðina á stór-
um skáp, sem stóð þar, Diðrik smeygði sér
inn í hann, og hún sparkaði á eftir hon-
um, svo að hann hrataði við, skellti hurð-
inni í lás og stakk lyklinum í vasa sinn.
Ef konungur iiefði ekki verið niður-
sokkinn í liugsanir sínar, hefði ekki hjá því
farið, að hann hefði tekið eftir geðróti Sig-
britar. En Iiann tók ekki eftir neinu, sett-
ist á stól og starði fram undan sér.
„Hvernig líður Dyveke?“ spurði hann.
„Hún er með höfuðverk og lagði sig út
af,“ svaraði Sigbrit. „Ef yðar náð þóknast,
þá lofið henni að sofa um stund.“
„Eg ætla ekki að ónáða hana,“ mælti kon-
ungur. „Lofum lienni að sofa úr sér. — Eg
kom í dag til að tala við yður, Sigbrit, og
vita, livort þér gefið mér ráð við því, sem
að mér gengur.“
„Er gigtin að þjá yður?“ spurði hún. „Eg
á enn eftir áburðinn, sem bezt dugði í
Ósló.“
„Nei,“ svaraði konungur, „við því dugir
enginn áburður."
Hann sat þunglamalega í stólnum, og
lnin horfði á hann.
„Svo langt er nú komið, Sigltrit, að ráð-
herrar mínir krefjast þess, að eg taki mér
drottningu,“ mælti hann, „og eg veit ekk-
ert, hvernig eg á að komast hjá því.“
„Að því hlaut að koma,“ svaraði Sigbrit
með Iiægð. „Konungur verður að eiga
drottningu. Hvers vegna ættuð þér þá ekki
að gera það h'ka? Eða ætlið þér að láta Frið-
rik hertoga erfa ríkin?"
„Þetta segja þeir líka, og eg sé, að þeir
hafa á réttu að standa,“ mælti hann; „með-
an eg á engan erfingja, brugga Gottorp-
arnir mér svikráð, og andstæðingar mínir
liahast á þeirra sveif.“
„Víst er um það,“ mælti Sigbrit, „þér
verðið að taka yður drottningu. Er það þess
vegna, sem yðar náð drúpir höfði? Skrýtið
þyki mér það, því að nóg er urn ungar og
laglegar prinsessur, sem gjarna mundu vilja
fá hlutdeild í konungstigninni. Yðar náð er
snyrtimenni og drottinn í voldugu ríki.“
„Og þetta látið þér yður um munn fara,“
mælti konungur.
„Hvað ætti eg annað að segja?“ spurði
hún.
„En Dyveke,“ mælti liann, „hugsið þér
ekkert til hennar? Vitið þér ekki, að eg ber
sömu ást til hennar nú eins og þegar eg sá
liana í fyrsta skipti?“
Sigbrit ýtti sér óþolinmóðlega í sætinu og
leit hálfgerðum óvirðingaraugum á kon-
ung. Hann leit undan og kveið fvrir því,
sem hún mundi segja næst. En hún talaði
stillilega og Hlíðlega við hann, rétt eins og
luin væri móðir lians.
„Svona megið þér ekki tala, yðar náð, og
allra sízt við mig,“ liélt hún áfram. „Þér
enið enginn ástsjúkur hirðsveinn eða man-
söngvaskáld. Þér eruð konungur yfir Norð-
urlöndunum þremur og hafið öðru starfi
að gegna en að kurra við litlu dúfuna yðar.
Þegar þér hafið gegnt konungsskyldum
yðar, þá getið þér kurrað eftir vild, en ekki
fyrr, — og þér verðið að gegna því, sem
yðar háa staða krefur. Haldið þér, að eg
liafi gengið að því gruflandi, að þér yrðuð