Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 69
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
147
vel truað, að hann væri mjög ógæFusamur yfir
því, að jeg hefi neyti hann til að fara úr hin-
um skrauflega einkennisbúningi, og klæða sig
eins og hversdagslegan bóuda. Jeg er hrædd
um, að jeg neyðist til að iáta hann fá skraut-
klæðin ai'tur, því að svo virðist, sem honum
f nnist að hann hafi verið lækkaður í tigninni.
Mjer er ómögulegt að sannfæra hann um hið
gagnstæða. En þegar hann sjer yður í þess-
um fötum og fær að vita, að þjer fyrir hálfu
ári áttuð 10 miljónir, sættir hann sig ef til vill
við öilög sín.<
«Ungfrú Berrington, ef þjer farið með mig
heim til þess að sýna Fletcher, hve illa maður
getur verið klæddur, sný jeg undireins heim
aflur, því að þar á jeg önnur föt. Mjer finst
illa gert af yður, að segja þetta um fötin rnín,
einmitt þegar jeg var að reyna að gleyma þeim.«
»Jeg hefi í hyggju, að afhenda yður Fletcher,
sem mun sjá um, að þjer fáið föt, nú, þegar
þjer eruð komnir fil sjálfs yðar. Jeg held, að
þetla sje staðurinn, þar sem mjer veittist sú
ánægja, að sjá yður í fyrsta sinn, hr. Steele.«
»Pað var annað mál, sem þjer ætluð ekki
að tala um.«
»}á, þá verðið þjer að láta mig fá skrá yfir
þau mál, sem jeg má tala um.«
Og uugfrú Berrington leit gletnislega til hans.
Engum hefði getað dottið í hug, að það væri
sama konan, er fyrir stuttu hafði skammað
þjón sinn og barið hest sinn.
Pað barst hróp um skóginn.
»Peir eru farnir að leita að mjer,« mælti
hún. »Viljið þjer taki undir.«
Steele rak upp öskur eins og járnbrautarlest.
»Drottinn blessi yður, hættið nú!« hróprði
hún og tók höndunum fyrir eyrum. »Hljóðið
var eins og heróp Indíánanna. Var það ekki?«
»Nei, það var menningavhiópsskólaöskur.
Hafi einhverjir manna yðar gengið á Cnicago-
háskólann, þá þekkja þeir það.«
Mennirnir, sem ekki höíðu sótt neinn háskóla,
flýttu sjer til þeirra.
>Jeg meidd’ mig ekkevt,« mælti ungfrú Berr-
jngton rólega. »Jeg fór aðeins í meiri flýti af
baki en vant er. Kotn ekki hesturinn heim ?«
»Jú, ungfrú.«
>Nú, það er alt í lagi. Til allrar hamingju
var þessi maður nærstaddur, svo að mjer varð
ekkert að meini — FletcherU
Pessi þunglyndislegi maður gekk seinlega
fram. Hún gekk þá á móti honum hröðum
skrefum og. gaf honum nokkrar fyrirskipanir í
hljóði. Oengu mennirnir því næst heim. Steele
og ungfrúin gengu í hægðum sínum á eftir.
»En hvað það er rjett, að fötin móta mann-
inn,« mælti hann. »Jeg hefði aldrei þekt
Fletcher aftur, mann, sem jeg einu sinni taldi
íegursta sýnishorn kyns míns.«
»Pað er slæm regla og hefir ekki alment
gildi,« mælti ungfrú Berrington hlægjandi.
»Tókuð þjer eftir því, að hann þekti yður ekki?«
»Nú ætla jeg heim til að klæða mig í hin
fötin,« mælti Steele og nam staðar. »Pjer skul-
uð ekki bíða með miðdegismatinn mín vegna.«
»Vitleysa!« mælti hún og lagði hönd sína á
handlegg honum. »Jeg hjelt, að menn væru
ekki svona hjegómlegir.« i
»Jeg er hræddur um, að þjer þekkið þá lítið,
ungfrú Berrington.«
»Ekki fyr en í dag.«
»Gott, jeg skal fara með yður upp á þær
spýtur, að þjer heimsækið mig aftur.«
»Ætlið þjer þá að fara í hin fötin?«
»Pað skal jeg gera, og auk þess hefi jeg
matsvein, sem er negri og býr til svo góðan
mat, að yður mun futðaá því, á þessumstað.«
»Negri? Jeg hefi aldrei lieyrt annað eins.
Og jeg sem hjelþ að þjer væruð gjaldþrota.«
»Já, að vissu leyti, en dálítið hefi jeg þó enn
til að bíta og brenna.«
Pegar þau komu að húsinu, beið Flelcher
eftir þeim á svölunum.
»Fylgið mjer, hetra minn,« mælti hann, »jeg
ætla að vísa yður á gestaherbergið.«
sMiðdegisverðurinn er kl. 7. Fletcher vísar
yður niður í borðstofun3.«
Og unga stúlkan hvarf inn í húsið, en Steele
fylgdi Flelchet' að byggingu þar hjá og var
vísað þar á ágætt svefnherbergi, sem vissi að