Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 102
180
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og hárið hjekk í óreiðu niður um vangana.
Árni stóð hjá henni og lýsli henni með lýsis-
lampanum. Hann fylgdi hverri hreyfingu henn-
ar eftir með órólegum augum. Guðný veitti
honum enga eftirtekt, hún keptist við að grafa
skaflinn. Loks sagði hún með nokkurri alvöru:
>Reyndu að troða snjóinn, dtengur, svo að
þú hafist eitthvað að.«
Árni fór að kjökra, en samt hlýddi hann og
fór að trampa niður snjóinn, en á lampanum
hjelt hann ýmist í hægri eða vinstri hendi, því
að honum var orðið kalt. Móðir hans yrti
ekki á hann, hún mokaði í ákafa.
OFt mundi hún eftir að fer.t hafði fyrir dyr
og glugga, en þess mintist hún ekki, að skafl-
arnir hefðu orðið svo þykkir, að þeir hefðu
algerlega úti lokað hverja ljósglætu — að snjót-
inn innan frá gæfi ekki neina birtu frá sjer,
það var einsdæmi.
Skyndilega henti hún rekunni og hljóp inn
í eldhúsið. Hún horfði upp í rjáfrið, þar sem
hún vissi að eldhússtrompurinn var. En þar
gat hún ekki sjeð hina minstu Ijósglætu.
Um stund stóð Guðný grafkyr í myrkrinu á
eldhúsgólfinu. Hún var að venja sig við hugs-
unina um, að hún væri virkilega fent inni.
Að bærinn, ásamt henni og börnunum, væri
fentur, að snæhafið hefði lokast yfir bæinn!
Hefði drekt honum með því, er hann geymdi
— að bylurinn kynni að halda áfram að orga
yfir bænum, sem nú væri sokkinn í margra
álna djúpa fönn — tíu eða tuttugu daga.
Eitt var víst, að svo lengi 'sem bylurinn
stæði, bæri engan mann að garði, og þegar svo
loksins að sveitungar hennar yrðu þess varir,
að bærinn væri grafinn undir stórfenni, sem
skeð gæti að fylti dalinn, þar sem bærinn stóð,
mundu þeir þá gera verulega tilraun til að grafa
niður á bæinn? Og ef þeir reyndu til þess,
voru þá nokkur líkindi til, að þeir fyndu hann?
Allan veturinn mættu þéir grafa, og án árang-
urs, svo framarlega að fönnina hefði lagt þykt
yfir bæinn — að leita bæjarins f slíkri fönn,
yrði auðvitað jafnárangurslaust og að leita eftir
sokknu smáfari í hyldýpi úthafsins ....
Ástand hennar og barnanna var afar óálit-
legt, það gat naumast verra verið .... Ein á
botni þessa þrotlausa myrkurs og án eldsneytis.
Vatnið í læknum gat líka þiotið alt í einu, það
hafði fyr komið fyrir. Regar svo hlákan kæmi,
þá mundu húsin fyllast af vatni, er streyma
mundi inn frá öllum hliðum.
M'tt í þessum hugleiðingum var eins og
hvíslað væri að henni, að þar sem hún og
börnin væru svona nauðuglega stödd, þá hlyti
Höskuldur að vera á lífi. Hún varð undir eins
viss um, að þetla hugboð sitt væri rjett. Pað
var, samkvæmt fornum skilningi foðfeðranna,
ekki líklegt, að hönd örlaganna 'nyggi fleira en
eitt banahögg í ættliðinn í einu. Nú var hún
viss um, að Höskuldi væri borgið. Hún gekk
fram í dyrnar þar sem Arni stóð hreyfingarlaus
og starði í myrkrið í snjógrifjunni úti fyrir
dyrunum, hún tók lampann af honum og klapp-
aði honum á kollinn,
»Við erum fent í kaf; það er að vísu ólík-
legt, en nú veit jeg, að pabbi er á lífi, heyr-
irðu? Jeg veit það! Og við skulum grafa
okkur gegnum fönnina, þó við verðum að
að grafa til nýjárs.«
Árni heyrði á rödd móður sinnar, að hún
var viss um það sem hún sagði. Hann fór
að tala um kringumsfæður við hana. Hvað
áttu þau að gera af snjónum? Hlaða honum
inn í skemmuna, sem stóð til hliðar við bæjar-
dyrnar? Pjappa honum saman eftir bestu getu,
bera hann inn f önnur hús í írambænum, þeg-
ar rúmið í skemmunni þryti. Jú, það var ekki
um annað að gera. Eldsneytisspursmálið var
erfiðara. Hvernig áttu þau að sjóða graut,
kjöt eða nokkuð annað? Alt yrðu þau að eta
kalt, og brauð yrði ómögulegt að baka.
• Fyrst verðum við að grafa göng út að
svarðarhlaðanum,« sagði Guðný.
Rau byrjuðu strax að grafa göng út að
hlaðanum. Eftir að hafa grafið í fjóra
daga, voru göngin orðin átján álnalöng,
þá þóttust þau viss um, að hafa tekið
skakka stefnu í fyrstu; þessa fjóra daga
höfðu þau einkis annars neytt en súrs sláturs