Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 38
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og ef það er eitthvað markvert, sem í skeytinu stendur, skal jeg margfalda þessa upphæð með 10, en í jafnmarga daga minsta kosti heimta jeg algera þagmælsku.® »Gott, Steele, setjist og lesið síðasta kvöld- blaðið, það er hjerna.* Rað var hljótt í herberginu. Billy opnaði bókaska'p og tók út þykka bók, tvær allstórar og margar minni, sem litu út eins og orða- bækur. Pví næst settist hann við skrifborðið og afritaði skeytið á marga mismunandi vegu á jafnmörg pappírsblöð. í % úr klukkusfund heyrðist aðeins skrjáfið í pennanum og papp- írnum. Svo rauf hann þögnina með hreinu hrópi: »Hjer er það, Steele, drengur minn, og jeg skal sverja, að það er rjett, svo að jeg á 20 dollarana.* Billy greip peningana og stakk þeim á sig, um leið og hann rjetti blaðið til Steele, sem las: »Jeg verð á herbergi nr. 150 á Grand P*ci- fic gistihúsinu á fimtudaginn 27. kl. 11 um kvöldið. Spyrjið ekki eftir mjer á skrifstof- unni, notið heldur eigi lyftuna, en gangið upp stigann og berjið tvisvar að dyrum. Bíðið svo tvær mínútur og berjið þá einu sinni enn. Takið öll skjölin með yður.« Pað var engin undirskrift. »Billy,« sagði Steele í alvarlegum róm, »við skulum brenna alt þetta slúður, ef yður er sama, og gleymið þjer svo þessu. Jeg veit það ekki fyr en á föstudaginn, hversu áríðandi skeytið er. Jeg ímynda mjer samt sem áður, að þjer fáið þessa 200 aukadollara, ef þjer haldið yður saman.« »Pjer getið reitt yður á mig, Steele, við græðum ekki allir jafnfljótt fje og þjer, Jeg veit auðvitað, að leyniskeyti um peningamál- efni eru oftast nær mjög markverð. Hjer eru blöðin. Pjer getið brent þau þarna, ef þjer viljið.« Rannsókn Steele á Orand Padfic gistihúsinu færði honum heim sanninn um, að herbergi nr. 150 var ágætlega valið til leynifunda, því að það voru engar dyr úr því í næstu her- bergi. Hann tók svo hetbergið beint á móti og áður en kl. var 10 hinn 27. fór hann inn í það herbergi. Pegar kl. var nærri 11, lok- aði hann dyrunum, bar borð að hurðinni, steig upp í það og horfði út um rúðuna á hurðinni yfir ganginn. Hann heyrði þegar fyrst var drepið á dyrnar og þekti að það var Melcalfe, sem var þar kominn, enda þótt hann sneri baki að honum. Pegar Metcalfe hafði barið að dyrum í þriðja sinni, var opnað, en svo lítið, að Steele sá eigi hver inni fyrir var og heyrði heldur engan heilsa. Klukkutími leið svo ekkert heyrðist, en þá kom Metcalfe út með böggul undir hendinni og fór Ieiðar sinn- ar, en Steele beið rólegur átekta. Tíminn líð- ur hægt undir slíkum kringumstæðum, en loks fjekk Steele laun þolinmæði sinnar. Dyrnar á móli voru opnaðar og höfuðið á Nicholson birtist. Hann skimaði gætilega eftir ganginum, og þar sem honum virtist alt með kyrrum kjör- um, gekk hann út og hvarf. Steele fór ofan af borðinu, helti vatni úr yatnsflöskunni í glas og drakk það f teyg og hnje því næst niður í hægindastól við rúmið. Hann hló óstyrkum hlátri og mælti svo þessi undarlegu orð: »Billy Broohs, drengur minn. Pjer skuluð fá þessa 200 dollara.« Hann andvarpaði og beindi ailri hugsun sinni um hættu þá, sem hann nú var staddur í. Metcalfe var sennilega eigandi sykurverk- smiðjanna, og var, eins og hann hafði sagt, vel þektur kaupsýslumaður í M'chigan, en þrátt fyrir það hafði Sfeele hjer óyggjandi sönnun fyrir því, að hann væri í makki við »Amal- gameret sápufjelagið« og sennilega peð á skák- borði Berringtons og Nicholsons fjelaga hans. Allir peningar Steele voru komnir í hinar sam- einuðu sykurverksmiðjur, og hann var í engum efa um, að menn þessir hefðu i huga, að rýja hann inn að skyrtunni. Spurningin var, hvernig þeir færu að því. Jafnvel þó að bækur Met- calfes hefðu verið falsaðar, jafnvel þótt borgað hefði verið 100% of mikið fyrir verksmiðjurn- ar( átti hann þó ætíð eitthvað eftir úr skip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.